12.08.1913
Neðri deild: 32. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 955 í C-deild Alþingistíðinda. (781)

36. mál, nafnabreytingar og ný nöfn á býlum

Ráðherra, (H. H.):

Eg er ekki á móti þessum breytingum. Að eins finst mér sem háttv. framsögum. (J. Ól.) hafi misskilið orðið nafnfesti. Sá sem gefur nafnið, gefur líka nafnfestina. Hér gefur stjórnarráðið nafnið á býlinu, auðvitað eftir beiðni umsækjanda, og þá um leið þetta skjal til að sanna leyfið, festa nafnið o: nafnfesti.