12.08.1913
Neðri deild: 32. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 978 í C-deild Alþingistíðinda. (810)

105. mál, jarðirnir Bústaðir og Skildingarnes lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkur

Björn Kristjánsson:

Eg ætla að segja nokkur orð um þetta frv. Í frv. er farið fram á, að jarðirnar Bústaðir og Skildinganes skuli lagðar undir lögsagnarumdæmi Reykjavíkurkaupstaðar. Er farið fram á að þetta verði gert nálega með sömu akilyrðum og þegar Laugarnes og Kleppur var lagður undir kaupstaðinn árið 1894. En þá stóð alt öðruvís á en nú. Þau býli sem 1894 var um að ræða, voru ekki í neinni verðhækkun og voru engin útlit til þess að þau myndu hækka í verði. En Skildinganes er einmitt nú að komast í hátt verð, og því er ekki hægt að miða bæturnar eftir sama mælikvarða og 1894. Því er hér um bil ómögulegt að hafa frumvarpið eins og það er nú, þó samþykt verði að þessar jarðir skuli leggja undir Reykjavíkurkaupstað. Af þessum ástæðum er ómögulegt að fylgja frumv. Bæturnar ættu að verða metnar eftir óvilhallra manna mati.

Helzt ætti þetta mál að bíða næstu 5 ár, að minsta koati þangað til að séð verður, hvers virði (Skildinganes verður þá eftir að það hefir fengið sín nýju hafnarvirki. Fyr getur ábyggilegt mat ekki fram farið. Það er alt af athugavert að flytja jörð úr einum hrepp í annan. Jörðin verður að skoðast sem eign hreppsins, og þá hefir hann sama rétt yfir henni og einstakir menn yfir eignum sínum. Í stjórnarakránni er líka ákveðið, að eignarétturinn sé friðhelgur, og hlýtur það ákvæði að gilda jafnt fyrir hreppa sem einstaklinga. Og sé eign tekin eignarnámi, verða fullar bætur að koma fyrir. Og í sveitarstjórnarlögunum er einmitt bygt á þessu sama, er um breytingu á stærð hreppa er að ræða, eins og hér segir í 3. gr. sveitarstj.laga frá 10. Nóv. 1905:

»Eigi má neina slíka breyting gera, nema eftir beiðni hreppanefnda, þeirra er hlut eiga að máli, og meðmælum sýslunefnda«.

Slíka beiðni eða meðmæli er hér ekki um að ræða. Þvert á móti hafa komið fram mótmæli frá hreppnum og sýslunefndinni gegn þessu. Sama skoðun kom líka fram á þinginu 1894, þegar Laugarnes og Kleppur var lagður undir Reykjavíkurkaupstað. Séra Benedikt Kristjánsson sagði þá, að yrði þetta leitt í lög, þá væri það »valdboð, en ekki lögboð«. Hér er ekki aðra leið hægt að fara en samkomulagsleiðina. Og þegar svo stendur á, eins og hér, að ekki er hægt að meta bæturnar á sama hátt og gert var 1894 með Laugarnes og Klepp, þá getur ekki komið annað til mála, en að jarðirnar verði afhentar eftir óvilhallra manna mati.

Vil eg svo ekki fjölyrða meira um þetta mál að sinni. Má eins gera það síðar.