08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 93 í C-deild Alþingistíðinda. (82)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Bjarni Jónsson:

Það hefir því miður slæðst prentvilla inn í frumv., sem eg vil biðja menn velvirðingar á. Þar stendur flutningamaður í stað flutningamenn.

Eg held að óhætt sé að fullyrða um stjórnarskrármálið, að það hafi verið áhugamál allra landsmanna og allra flokka í landinu ná um nokkur ár. Árið 1911 voru allir flokkar á Alþingi sammála um að breyta stjórnarskránni. Þá voru menn komnir að raun um, að engum samningum varð komið á við Dani í sambandsmálinu, sem búist hafði verið við árið 1909. Danir virtu Alþingi ekki einu sinni svars.

Undarlegt þótti, er aukaþingið 1912, ið, sama þing, sem einmitt hafði komið selman vegna stjórnarskrármálsins, leiddi það mál algerlega hjá sér. Hefði það alls eigi komið til umræðu þá, hefði því eigi. verið hreyft af þeim sömu mönnum, er nú bera fram þetta, frv.

Þá var það, sem stjórnin hafði von um að geta komið bræðingnum í kring, en nú er komin full reynsla að ekkert verður úr honum, né heldur eftirrennara hans, sem eg ekki vil nefna.

Eg sé eigi að ná sé nokkuð til fyrirstöðu, að stjórnarskráin nái fram að ganga, nema máske að stjórnin ynni á móti því, til að fyrirhyggja að nýjar kosningar fari fram í landinu og reyna þannig að halda í inn valta sess, sinn. En eg vil eigi gera stjórninni slíkar getsakir að óreyndu; vil að eins benda á, að það mundi vekja illan grun, ef þeim nú snerist á móti frv., sem vildu ólmir stjórnarskr. yrði breytt 1911 grun um, að þeir hafi þá leiðst af, valdavon en eigi af ættjarðarást.

Það væri óskiljanlegt, að nokkur Íslendingur væri því mótfallinn, að numið væri úr stjórnarskránni ákvæðið að bera upp íslenzk mál í ríkisráði Dana. Það er öllum ljóst, að það er bláber vitleysa, að þing Íslendinga ráði nokkru um, hverjir komi í ríkisráð Dana. En út af þessu ákvæði gefst dönskum málaflækjumönnum, er eg eigi vil nefna hér, kostur á að leggja annan skilning í afstöðu Íslands til Danmerkur en nokkur réttur er til, skilning, sem eg er sannfærður um að enginn Íslendingur aðhyllist. Eg vil eigi vera að nefna nafn helzta mannsina, er um þetta hefir skrifað.

Eg tel víst, að allir séu sammála um, að taka þetta ákvæði úr gildandi lögum, en það sama löggjafarvald, sem hefir sett það inn, hefir líka rétt til að nema það burt, og má oss eigi henda, að vér frestum því lengur.

Allir eru eru sammála um að afnema ina konungkjörnu þingmenn, enda eiga þeir alls ekki heima í því stjórnarfyrirkomulagi, sem hér er.

Það er líka algerlega rangt gagnvart kjósendum landsins, að ráðherra hafi rétt til að kjósa 6 menn á þingið. Upprunalega Var til þess ætlast, að valdir væru hæfir menn og reyndir, en svo hefir alls ekki reynst, heldur hafa hinir konungkjörnu ávalt talið skyldu sína að fylgja ráðherra að málum. Þannig hafa ráðherrar haft 7-falt atkvæði á þinginu, er þeir Voru þingmenn sjálfir, en sex-falt þótt þeir væru eigi þingmenn.

Þarf eg eigi að ræða þetta mál lengur eða færa rök fyrir því, þar sem allir eru sammála.

Þá vík eg að rýmkun kosningarréttarins Því máli var meiri hluti á alþingi samþykkur 1911, enda liggur það í augum uppi, að það er réttur hvern einasta íslenzks þegns, að fá að kjósa fulltrúa fyrir sig til að sitja á löggjafarþingi þjóðarinnar. Í því efni ber alls alls ekki að taka tillit til kyns, eða hvort maður geldur meira eða minna til almennings þarfa.. Það hlýtur hverjum manni að vera ljóst, að jafnrétti á að vera milli kynjanna.

Til þess væri meiri ástæða, að þeir sem meira gjalda, hefðu meiri atkvæði um landsmál. Það er kunnugt úr sögu Grikkja og Rómverja, að þar var auðvald (timokrati), og urðu t.d. rómverskir ráðherrar (senatores) að eiga 400.000 sest., og riddarar nokkru minna, en þó mikinn auð. En þar var öðru máli að gegna, þar eð auðmennirnir báru þar allar byrðar þjóðfélagsins. Þó náði alþýða manna smám saman meira og meira rétti sér til handa og hefir alþýðan síðan alstaðar rutt sér til rúms. En þar sem takmarkið hér er nú aðeins 4 krónu skattur, þá virðist það ekki annað en fíflaskapur, ef svo Sterk orð má viðhafa hér, því að þá er engri grundvallarreglu fylgt. Kemur þetta oft hlálega við.

Mér er sagt, að meðan verzlun Péturs Thorsteinssonar stóð með sem mestum blóma á Bíldudal, hafi ekki nema 5 menn haft kosningarrétt í allri sveitinni. Stóð þannig á því, að verzlunin bar öll útgjöldin, svo að eigi þurfti að leggja neitt á aðra íbúa sveitarinnar. Kannske var reyndar gjaldið eitthvað hærra þá, tólf krónur.

Þá er atriðið, þar sem tekið er fram, að til þess að verða kjörgengur til alþingis, þurfi maður að vera búsettur í landinu, eða að minsta kosti hafa verið það, árið áður en maður býður sig fram. Eg býst við að þetta ákvæði nái fram að ganga, þótt reynt hafi verið að gera það óvinsælt með því að telja það framkomið til að amast við háttv. þm. Sfjk. (V. G.). En þó hann sé bæði mikilsmetinn maður og vinur minn, mundi eg þó aldrei gera honum svo hátt undir höfði, að bera fram stjórnarskrárbreytingar gegn honum. Ástæðan er blátt áfram sú, að slíkt ákvæði er sjálfsagt. Það er bæði hlægilegt og óþolandi, að menn, sem eru búsettir og starfandi í öðru ríki, þótt það land. sé í eins konar sambandi við oss, eigi þingsetu hér. Þingsetan er eigi bundin við að maður sé fæddur á Íslandi, og gæti t. d. maðurinn, sem eg ekki vildi nefna áðan, orðið kosinn á þing hér í næsta skifti. Ef miðað væri við þjóðerni, væri auðvitað Íslendingum í Vesturheimi heimil þingseta. Það virðist ekki til of mikils ætlast, að menn séu búsettir hér á landi til þess að öðlast kjörgengi, þegar af kjósendum er krafist þess, að þeir hafi verið búsettir 1 ár í kjördæminu.

Getur verið, að menn verði eigi á eitt sáttir á þinginu um þetta mál, en þjóðin mun vera það.

Eg þykist vita, að menn séu sammála um ákvæðið frá 1911, sem sett var til að fyrirbyggja flysjungshátt í samningum við aðrar þjóðir, svo að eigi geti þingmeirihluti, sem verður til af hendingu, með hrossakaupum eða því um líku, bundið oss neinn eilífðarbagga eða riðið komandi kynslóðum þann hnút, sem eigi verði leystur. Þarf eigi eiður að búa hér Vandlega um en um breytingar á stjórnarskránni. En þar er eins og menn vita ákveðið, að nýjar kosningar þurfi að fara fram, þegar um stjórnarskrárbreytingu er að ræða. Eg hætti svo að tala um þetta, þykist hafa sýnt fram á, að mikil þörf sé á að stjórnarskrárbreyting nái fram að ganga á þessu þingi.

Eg áætla að bæta því við, að eg trúi ekki að kjósendur þakki ekki þeim þingmönnum, er á móti stjórnarskrárbreytingu eru, með því að veita þeim undanþágu frá að sitja á þingi næsta sinn. Vér, sem á þessu þingi sitjum, erum eigi annað en fulltrúar kjósenda vorra, og okkur ber, sem slíkum, að vinna þau verk, sem þeir leggja okkur á herðar.

Af þessum ástæðum hefi eg ráðist í, ásamt með háttv. meðflytjendum mínum, að leggja enn á ný fram fyrir þingið frumv. um stjórnarskrármálið, og vona eg að því verði vel tekið, fyrst á þessu þingi, og svo á aukaþinginu, svo einhvern tíma verði bundinn endi á þetta mál.

Að endingu vil eg leyfa mér að stinga upp á 5 manna nefnd í málið.