13.08.1913
Neðri deild: 33. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1004 í C-deild Alþingistíðinda. (828)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Framsögum. (Pétur Jónsson):

Hæstv. ráðherra hafði það að athuga Við tekjuáætlun nefndarinnar, að hún v æri fremur óvarleg. Það skiftir auðvitað litlu máli, hvort þessi áætlunarhækkun nefndarinnar stendur eða ekki. En því mótmæli eg, að nefndin hafi verið óvarkár; hún hefir haft sömu atefnu sem inar fyrri nefndir. Þær hækkanir, sem nefndin leggur til að gera, eru lægri en oft hefir verið hjá fjárlaganefndum fyrri ára. Það, er ekki rétt hjá hæstv. ráðherra, að nefndin leggi til að hækka vörutollinn um 100 þús. kr. á ári, heldur á fjárhagatímabilinu. Nefndin leitaði upplýsinga í stjórnarráðinu og fekk að vita, að um mitt árið hafi verið komnar inn 200 þús. kr. í vörutoll, og var þar talið líklegt, að enn mundu koma í þennan toll 150 þús. kr. á þessu ári. En þrátt fyrir það lagði nefndin þó ekki til, að áætla vörutollinn meiri en 300 þús. kr. Það er venjulegt, að þegar nýtt óþyrmilegt gjald er lagt á, þá reyna menn að víkja sér undan gjaldinu í bráð; mætti því ætla, að menn hafi reynt að víkja sér undan vörutollinum þetta fyrsta ár. Þess vegna má búast við, að hann fremur hækki en lækki næstu árin. Mér virtist í rauninni ekki bera svo mikið á milli hæstv. ráðherra og mín að því er snertir tekjuhallann, þó að mér fyndist á andanum í ræðu hans, sem hann næstum gæfi í skyn, að mín skýrsla Væri fölsk. (Ráðherrann: Nei, langt frá !). Tekjuhallinn verður eftir mínum reikningi um 140, þús. kr., en hjá hæstv. ráðherra 258 þús. kr., þegar gengið er fram hjá áætlunarhækkun nefndarinnar, 128 þús. kr. Og ber þar ekki mikið á milli. (Ráðherrann: Eg sagði, að nefndin hefði dregið fram tekjur landssjóðs um 116 þús. kr.).

Hæstv. ráðherra mintist á Jökulsárbrúna, og þótt það atriði heyri til 2. umræðu, þá vil eg þó geta þess, að eg kunni ekki við að heyra þau orð hæstv. ráðherra, að það væri glæfraráð að taka þá brú upp. Eg sé ekki, að nefndin beri ábyrgð á því þótt svo væri. Hér er fyrst og fremst ekki um annað að ræða en skifta um brýr, sem á að byggja sem fyrst. Önnur gengur fyrir, hin bíður í þetta einn. En það er alls ekki meiningin, að hætt verði við fjárveiting til brúar á Eyjafjarðará fyrir fult og alt.

Nefndinni hefir ekki komið það til hugar, að leggja nokkrar hindranir fyrir Eyjafjarðarbrúna þegar tækifæri gefst. En það er samkvæmt ákvörðun Alþingis 1911 að hin brúin verður að sitja fyrir. Það er ekki nefndarinnar sök. Hún leit svo á, að með lögunum hér að lútandi hefði Alþingi ekki að eins slegið því föstu, að hún skyldi bygð, heldur einnig því, að hún sæti fyrir öllum öðrum brúm. Og eg álít, að þingið sé þess megnugt, að standa við orð sín um brú þessa, jafnvel þótt hún fyki fram á sjó daginn eftir að hún er fullgerð.