13.08.1913
Neðri deild: 33. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1038 í C-deild Alþingistíðinda. (833)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Guðmundar Eggerz:

Eg bið mér hljóðs af því að eg álít rétt að gera grein fyrir afstöðu minni gagnvar hæstv. ráðherra, þar sem hann hefir verið flokksbróðir minn til 30. Júní þessa árs, og af því að það er eldhúsadagsvenja að fara út í ýmis atriði viðvíkjandi stjórnarfarinu, þótt ekki komi þau beint fjárlögum við, sem nú eru á dagskrá.

Hæstv. ráðherra mun ekki búast við því að eg slái honum gullhamra, enda mun það ekki verða. En þó vil eg taka fram, að eg hefi engum stjórnmálamanni fylgt með meiri samúð en honum á stjórnarárum hans frá 1904–1909. Og eg geri ráð fyrir því, að með frv. frá 1908 hafi hann akrifað nafn sitt óafmáanlegu letri í sögu Íslands, þótt oss verði ef til vill aldrei oftar boðin slík kjör sem þá. Eg kannast við það og þykir engin minkun í, að eg vildi í lengstu lög hafa getað fylgt honum að málum. En svo mikið og margt getur á milli borið, að leiðirnar hljóti að skiljast, og skal eg leyfa mér að að benda á nokkur atriði, sem orðið hafa til þess að fjarlæga mig og mína flokksmenn frá hæstv. ráðherra.

Þegar eg kom hingað til þings, var eg ekki betur að mér en það í stjórnmálahorfunum, að eg vissi ekki annað, en að Heimastjórnarflokkurinn stæði með mesta blóma. Mér brá því í brún, þegar eg heyrði að gamall sjálfstæðismaður ávítti miðstjórn Heimastjórnarflokksins á fundi, er haldinn var fyrir þing í sambandaflokknum, fyrir það að miðstjórnin hefði ekki svo sem skyldi unnið að því út um landið, að heimastjórnarflokkurinn yrði lagður niður, og gat þessi sjálfstæðismaður þess enn fremur, að hann mundi ganga úr sambandsflokkum, ef heimastjórnarflokknum yrði haldið við af sambandsflokksmönnum. Það kom þá upp úr kafinu, að einhverir Heimastjórnarmenn höfðu lofað Sjálfstæðismönnum því, að flokkurinn skyldi vera úr sögunni þegar í þingbyrjun 1913. En hann lifir nú reyndar enn sem betur fer.

Þá má og geta þess, að Samþykt var á fundi 29. Júní að tilhlutun hæstv. ráðherra, að hreyfa ekki á þessu þingi við sambandamálinu í nokkurri mynd. En daginn eftir samþykkir hann það við sextánda mann — þar á meðal 11 Heimastjórnarmenn — að halda Sambandsflokknum starfandi og að meðlimir hans skyldu ekki bindast öðrum flokksböndum. Getur nú nokkur skilið, að það sé lífvænlegur stjórnmálaflokkur, sem ekki má minnast á eina málið, sem hann hefir á dagakrá? Ef einhver boðaði til fundar um eitthvert mikilsvarðandi mál og segði svo, þegar húsið væri fult og fundurinn settur, að ekki mætti minnast á fundarefnið, hvað myndu menn þá vilja kalla slíka framkomu? Eg held að flestir myndu kalla hana viðrinislega. Ef eg hefði nú viljað afneita mínum flokki, þótt ekki sé nema 6 vikur síðan eg var kosinn sem heimastjórnarmaður, hvað hefði eg þá átt að segja kjósendum mínum mér til afsökunar? Jú, líklega það, að eg hefði fengið upptöku í Sambandsflokkinn og að hann sé merkasti flokkur undir sólunni! Því það liggi lífsstraff við að minnast á sambandamálið, enda þótt það sé aðaltilgangur þess flokka að ráða fram úr því máli. Nei, eg hygg að fáir liggi oss á hálsi fyrir það, þótt vér neituðum því að láta innlima oss þannig í Sambandaflokkinn. Í honum voru 20 í þingbyrjun, en nú eru þeir að nafninu til 11.

Eins og öllum er kunnugt, er upphaf Sambandsflokkains »bræðingurinn« svokallaði, sem mörgum heimastjórnarmönnum var hvimleiður, en flestir sjálfstæðmenn vildu ekki líta við honum. En afleiðing »bræðingsins« varð »grúturinn«, þessi krói, sem var kyrktur í fæðinguni og hvorki átti föðurland í Danmörku né á Íslandi, og klofning Heimastjórnarflokksins. Eg get þessa af því, að það hefir ætíð mikla þýðingu þegar ráðherra verður til þess að kljúfa flokk sinn. Veit eg vel að ekki muni allir finna hæstv. ráðherra þetta til foráttu, að minsta kosti ekki þeir sem ávalt hafa viljað heimastjórnarflokkinn feigan og aldrei hafa getað séð neitt gott í fari okkar heimastjórnarmanna.

Þá var mér það og ljóst, þegar er eg las frumvörp stjórnarinnar, að hver sem stjórnin var, gat eg með engu móti fylgt henni að ýmsum af þeim málum, — á meðal annars fyrir þá sök, að ef launa- og akattafrumvörpin hefðu orðið öll að lögum, mundi það hafa aukið útgjöld landssjóða um 80–100 þús. kr. á ári og auk þess hefði sá gjaldauki að sumu leyti komið þyngra niður á inum fátækari, en bætt hinsvegar helzt þeirra hag, sem bezt eru efnum búnir. Þetta hefir eðlilega stuðlað mikið að því, að við Heimastjórnarmenn höfum fjarlægst hæstv. ráðherra. En þessa verð eg að geta af því, að það hefir veriðborið á oss, bæði leynt og ljóst, að vér höfum verið á móti frumvörpunum af því að þau hafi verið frá stjórninni, en þetta er með öllu tilhæfulaust. Þetta hlýtur stjórnin að vita að er tilhæfulaust Eina ástæðan til þess er sú, en frumvörpin voru þannig, að flokkurinn gat ekki fallist á þau. Vér Heimastjórnarmenn höfum komið framan að ráðherra og komið hreint fram bæði í ræðum og atkvæðagreiðslu um þau mál. Það er sá munur á oss og flokksmönnum stjórnarinnar, að þeir hafa ekki talað mikið, en hinsvegar greitt atkvæði á móti frumvörpunum og ætla eg þó að þeir hafi ekki gert það af því að þau voru ættuð frá stjórninni. Þegar litið er nánara á afdrif þessa frv.s, verða menn að játa, að það séu eins dæmi í þingfrjálsu landi, að stjórn sætti sig við annað eins og hér er orðið, einkum ef litið er til skattamálanna, því að það er ekki eingöngu um það að ræða, þótt skattamálin væru feld, heldur var stjórnin þar að leggja inn á nýja braut í skattamálunum, og einn af fylgismönnum stjórnarinnar. hv. þm. S.-Þing. (P. J.), tók það beinlínis fram, að það væri nýtt princip og mætti þá ætla að stjórnin tæki sér nærri afdrifin, og að henni hefði verið þetta kappsmál. — Það gæti eg ekki láð henni. Eg hjó eftir því, að hæstv. ráðh. sagði, að þessum frumv. væri að eins frestað. Jú, þeim var frestað á sama hátt og launafrumv. sælu, þannig að þau voru feld. Hvað oft á að fella þau ? (Ráðherran: Eg tók aftur 6 af þeim). Það var sama, það var óhugsandi að þau hefðu ekki hrunið niður úr því að það fyrata var fallið. Sum voru líka tekin upp af öðrum og féllu við lítinn orðstír. Það er kynlegt, að stjórnin skuli sætta sig viðslíkt. Allir, sem þekkja þingræði, vita þó og vilja þá meginreglu, að stjórnin verði í veigameiri málunum að hafa fylgi meiri hluta þingmanna í báðum deildum, og þá ekki síður í neðri deild, sem hefir aðaláhrifin í fjármálunum. Þetta hefir enn stuðlað að því, að Heimastjórnarmenn hafa fjarlægst hæstv. ráðherra.

Stjórnarfrumv. hafa nálega till visnað. En hins vegar hafa þau frumv., sem stjórnin hefir haft hvað mest á móti, siglt beggja skauta byr hér í þinginu. Fánamálið er gott dæmi þess. Allir fylgismenn ráðherra, nema einn, hafa verið því hlyntir. Sérstaða hæstv. ráðherra í því máli virðist mér benda á það, að hann telji það lítilsvert þótt tekinn Sé með ofbeldi íslenzkur fáni með íslenzkum litum, af íslenzkum manni á íslenzkri höfn. En eg get fullvissað hæstv. ráðherra um það, að þjóðin er honum ekki samdóma um þetta. Mér blandast ekki hugur um það, að henni hefir þótt þjóðerni sínu misboðið, þegar danskir sjóliðsforingjar tóku íslenzka fánann. Þetta er eitt, sem hjálpað hefir til þess, að Heimastjórnarmenn hafa fjarlægat hæstv. ráðherra. Yfirleitt hefir hann á síðari tímum staðið uppi heldur liðfár í áhugamálum sínum. Það gerði hann þegar í »bræðingnum« og enga samúð fékk hann í »grútnum«. Og ávöxturinn er sá, að þetta hefir skemt fyrir frumv. frá 1908. Þá hefir hann ekki heldur haft samúð í launamálunum, skattamálunum, samningnum við danska gufuskipafélagið né lotterímálinu, sem hann bar aldrei upp til staðfestingar. En fánamálið hefir samúð þjóðarinnar, og því er hæstv. ráðherra mótfallinn. Af þessum orsökum er nú komið sem komið er — og á það vildi eg benda með þessum orðum mínum, að það er komið svo breitt og straumhart sund milli stjórnarinnar og þings og þjóðar, að þingræðið er að drukna í því.