13.08.1913
Neðri deild: 33. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1130 í C-deild Alþingistíðinda. (846)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Magnús Kristjánsson:

Mér þykir nú satt að segja nóg komið af þessum umræðum. Margt af því sem talað hefir verið, hefir mér virzt óþarft og sumt betur ósagt. Ef eg færi að tala um einstök atriði, þú, mætti segja, að það væri óviðfeldið, þar sem svo margir andstæðingar eru dauðir. Eg ætla því ekki að gera það — en mættu þeir þó sjálfum sér um kenna, þar sem þeir hafa verið svo ógætnir, að ganga fram af sér í byrjun og þar af leiðandi dáið fyrir tímann. Það voru að eins ummæli háttv. 2. þm. Rangv. (E. P.) –sem mér annars er hlýtt til — sem mér þóttu nokkuð undarleg og knúðu mig til að standa upp.

Þegar skattamálin voru til 2. umr. hér í deildinni, gat háttv. þm. V.-Ísf. (M.Ól.) þess, að svo líti út, sem það væru samantekin ráð mótstöðumanna ráðherrans, að fella þetta frumvarp af því einu, að það kæmi frá stjórninni. Því var þegar mótmælt þá, en eg held að reynalan hafi nú sýnt, að þessi ummæli voru á nokkrum rökum bygð. Háttv. 2. þm. Rangv. (E. P.) fann þá ástæðu til að atanda upp til þess að þvo hendur sínar. Þó greiddi hann málinu atkvæði til 3. umr. til þess að hnekkja þessum orðum háttv. þm. V.Ísf. (M. Ól.). En við 3. umr. greiddi hann atkv. móti málinu, og sýnist mér það meðal annars benda til þess, að ummæli háttv. þm. V.-Ísf. hafi ekki verið ástæðulaus. Mig furðar því að heyra háttv. þm. — kveða upp þann dóm um þá menn, er málinu voru fylgjandi, að þeir hljóti að hafa verið það af flokkafylgi einu við ráðherra. Þetta finnast mér þungar aðdróttanir og koma úr hörðustu átt. Hafi honum verið ant um að verja sig fyrir ásökun um alt of mikið flokksfylgi, þá ætti hann að geta ímyndað sér, að svo mundi því farið með fleiri.

Eg sé ekki ástæðu til að ræða þetta frekara. Að eins vildi eg óska þess, að eg þyrfti ekki að heyra slík ummæli oftar af vörum hins háttv. þm.