13.08.1913
Neðri deild: 33. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1133 í C-deild Alþingistíðinda. (848)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Jóhannes Jóhannesson:

Það er engum vafa bundið, að hæstv. ráðherra varð að gera þær tilslakanir við Sameinaða eimskipafélagið, í samningum við það um millilandaferðirnar, sem hann gerði, ef hann átti að ná samningi um nokkrar strandferðir, og það gat að mínu áliti verið álitamál, hvort réttara eða heppilegra væri. En eitt er víst og það er það, að hæstv. ráðherra hefði eigi síður verið legið á hálsi, ef við hefðum engar strandferðir haft í ár, heldur en nú fyrir tilslökunina.

Eg finn ástæðu til að lýsa ánægju minni yfir umræðunum hér í dag og eg þykist þess fullviss, að flestir munu mér samdóma um það, að ekki hafi skort greið og glögg svör af hálfu hæstv. ráðherra við athugasemdum þeim, er fram hafa komið.