13.08.1913
Neðri deild: 33. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1135 í C-deild Alþingistíðinda. (850)

81. mál, bæjarstjórn í kaupstaðnum Reykjavík

Jón Ólafsson:

Herra forseti ! Þegar þessi fundur byrjaði — eg segi í gær, því að nú er komið undir morgun — þá hafði eg ekki ætlað mér að taka til máls.

En það sem knýr mig til að standa upp, eru ummæli tveggja háttv. þm. um mál, sem betur hefði átt við, að ekki hefði verið hreyft hér í þingsalnum.

Annað málið var það, hvað gerzt hefði á flokksfundum í þingbyrjun, og hvernig Heimastjórnarflokkurinn hefði »klofnað«. Eg álít þetta mál svo vaxið, að það komi eigi öðrum við, en þeim sem beint áttu hlut að máli. En fyrst farið er að skýra frá því, þá á að skýra rétt frá.

Háttv. þm. S.-Þing. (P. J.) gat þess, að nokkrir Heimastjórnarmenn hefðu klofið Sambandsflokkinn. Þetta eru ósannindi. Til þess að forðast klofning Sambandsflokksins í fyrra, þá gengum við Heimastjórnarmenn að því, að fundir Heimastjórnarflokksins á þingi yrðu lagðir niður meðan þing stæði yfir. Hr. Hannes Hafstein og fleiri vildu þá þegar leggja niður Heimastjórnarflokkinn og fá oss alla inn í Sambandsflokkinn, en meira en helmingur heimastj.þingmanna var ófáanlegur til þess, en gerði hitt til samkomulags. Þegar þing kom saman í sumar, þá var byrjað með því, að leggja sambandsmálið, sem var eina málið, er hélt Sambandsflokknum saman, á hilluna þetta ár. Margir — þar á meðal eg — álitu heppilegast, að leggja það á hilluna, ekki að eins þetta ár, heldur fyrst um óákveðinn tíma. Bjuggumst ekki við að fært yrði að hreyfa því ef til vill næstu 15–20 ár. Við tjáðum okkur sömu skoðunar og áður um sambandsmálið, og vildum styðja það, er til kæmi; vildum vera kyrrir í Sambandsflokknum ef honum yrði eigi slitið; en við vorum fastir á því, að halda áfram Heimastjórnarflokknum; þóttumst vel geta verið í báðum. við stungum því upp á, að Heimastjórnarflokkurinn héldi fundi eins og áður um þingtímann; en því var ekki nærri komandi. Einn fundarm. (Guðm. landl. Bj.) bar þá fram tillögu um, að Heimastjórnarflokkurinn héldi ekki flokksfundi um þingtímann; en hann var fenginn til að taka hana aftur; hún fékst ekkí einu sinni borin upp. Aftur á móti var það samþykt, að engir þeir menn mættu vera í Sambands flokknum, sem væru nokkrum öðrum flokksböndum háðir, utan þings eða innan. Skilyrðið fyrir því, að fá að vera í Sambandsflokknum, var því það, að Heimastjórnarfdokkurinn væri drepinn! Þeir menn, sem í honum vildu vera kyrrir, væru dæmdir óalandi og óferjandi og rækir úr Sambandsflokknum. Og svo segir háttv. þm., að vér Heimastjórnarmenn, sem ekki vildum drepa flokk vorn, höfum gengið úr Sambandaflokknum og klofið hann. Nei! Við vorum reknir úr honum fyrir það, við vildum vera Heimastjórnarmenn. Úr því háttv. þm. fór að segja þessa sögu, og því verður ekki forðað, að hún standi í þingtíðindunum, þá álít eg rétt, að þessi leiðrétting standi þar líka.

Hitt atriðið, sem eg vildi minnast á, voru ummæli háttv. þm. Ak. (M. Kr.), þar sem hann sagði, að flokkssamtök hefðu verið gerð til þess að drepa skattafrumvörpin. Eg er svo kunnugur, að eg get dæmt um, að þetta er ekki rétt. Það hefir raunar verið haldinn einn flokksfundur, sem eg gat ekki komið á sökum veikinda, en eg veit það með vissu, að þar var engu slíku hreyft.

Háttv. þm. fór að minnast á ummæli hv, þm. V.-Ísf. (M. Ól.) um mig. Eg var ekki staddur á þeim fundi, en mér er svo sagt, að hann hafi brugðið mér nm skrópa — eg hefði gert mér upp veiki, til þess að þurfa ekki að vera við atkvæðagreiðslu. Hann kvaðst hafa séð hattinn minn hér um morguninn! Það er rétt, að eg kom hingað á nefnd . arfund um morguninn kl. 9, en varð að leggjast í rúmið eftir morgunverð. Eg get ekki rengt það, að þegar hatturinn er einhverataðar, þá muni höfuðið vera einhverataðar nálægt. Það má vel vera, að því sé öðruvís farið með háttv. þm. V.-Ísf. — þótt hann gangi með hattinn á höfðinu, má vel vera, að eiginlega sé þó ekkert höfuð undir hattinum !