14.08.1913
Neðri deild: 34. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1198 í C-deild Alþingistíðinda. (899)

104. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa

Framsögum. (Björn Kristjánsson):

Eg þarf ekki að vera margorður um þetta mál. Það var litið rætt og ekkert haft á móti því við 1. umr. Síðan hafa fram komið fáeinar breytingartillögur og vil eg leyfa mér að skýra þær dálítið og um leið drepa dálitið á sumar frumvarpsgreinarnar, sem eru í einhverju frábrugðnar fyrri veðdeildarlögum.

Í 1. gr. er gert ráð fyrir því, að landssjóður leggi 5000 kr. á ári til þessa veðdeildarflokks fyrstu 5 árin, eftir að flokkurinn er settur á stofn. Er það nákvæmlega það sama sem gert var, er 1. veðdeildin var stofnuð.

Þá er í 3. grein berum orðum tekið fram, að landssjóður ábyrgiat þessa deild, en þetta atriði er að því leyti frábrugðið eldri veðdeildarlögunum, að hér er það tekið fram með berum orðum að landssjóður skuli ábyrgjast þennan veðdeildarflokk, sem ekki hefir verið gert við þá fyrri. Þetta er tekið hér skýrt fram, vegna þess, að það þykir sjálfsagt að land:ð beri ábyrgðina — af því að ákvæðin í eldri veðdeildarlögunum eru þannig, að rentuseðlar verðbréfanna eru gjaldgengir í landssjóð, og að ómyndugra fé megi verja til að kaupa þau.

Flestir, ef ekki allir, lögfræðingar skilja þetta þannig, að landssjóður beri ábyrgð á bankavaxtabréfum veðdeildarinnar.

Önnur aðalbreytingin er sú, að í stað þess að áður var veðdeildunum gert að skyldu að hafa 1/6 þeirra bréfa, sem í umferð voru, liggjandi í verðbréfum sem tryggingu fyrir hverjum flokk, er þar nú ákveðið, að lántakendur skuli bera sameiginlega ábyrgð, er nemi 10% af lánum þeirra. Beri tjón að höndum, þá má verja 10% af því sem menn skulda til þess að bæta hallann áður en tekur til ábyrgðar landssjóðs.

Við 7. gr. er gerð sú breyting, að bankastjórninni er gefin heimild til að láta fara fram skoðunargerð á fasteignunum, sem bankinn hefir í veði, á kostnað lántakanda. Þetta þótti nefndinni nauðsynlegt til þess að veðdeildinni sé ekki nein hætta búin af því ef veðið skyldi rýrna í verði.

8. gr. er in sama og áður, að öðru leyti en því, að þar er gert ráð fyrir því að, ef til óhappa kæmi, þá ábyrgist lántakendur sameiginlega skuldbindingar — veðdeildarinnar um 10% af skuldum þeirra, eins og áður er sagt.

Í 9. grein er ákveðið, hvað mest megi lána út á fasteign og hvað megi minst lána úr veðdeild.

Fyrra atriðið er gert til þess, að eigi verði óeðlilega há lán veitt út á neina eina- fasteign, sérstaklega hús, og síðara ákvæðið til þess, að fyrirbyggja of smá og ástæðulausa viðbótarlán úr veðdeild, sem bankarnir ættu þá heldur að lána.

Í 11. gr. er gert ráð fyrir, að hver lántakandi greiði 1% í varasjóð um leið og hann tekur lánið. Þetta er aðallega gert til þess að safna í varasjóð, en auk þess til þess að tryggja landssjóð og gera bréfin seljanlegri. Hér er farið svo varlega í sakirnar að ekki er tekinn nema 1%, þar sem dönsk lánafélög taka meira, 2% í þessu skyni. En þegar eigandaskifti verða á fasteigninni, sem veðið hvílir á, þá skal kaupandinn greiða 2% af upphæðinni, sem þá hvílir á eigninni. Er þetta gert einnig til þess að auka varasjóð og tryggja landasjóð.

Í 12. gr. er gert ráð fyrir því, að nýr kaupandi, sem tekur lánið að sér, sem hvílir á eigninni, skuli innan 6 mánaða frá kaupdegi sanna eignarétt sinn yfir eigninni. Ætti engum að vera ofætlandi að gera það innan þessa tíma. Áður átti hann að gera það innan eins árs.

Aðrar verulegar efnisbreytingar eru ekki á þessum og fyrri veðdeildarlögum. Og formið að öðru leyti er það sama og áður. Aðalbreytingin er sú, að reynt er að komast hjá því að verðbréfþurfi að kaupa til þess að setja að veði fyrir deildinni.

Þá vil eg minnast á breytingartill., sem fram hafa komið við þetta frv. Það er þá fyrst breyt.till. við 7. gr. frá háttv. 2. þm. Húnv. (Tr. B.) stendur hún á. þgskj. 390. Það hefir ekki verið tími eða tækifæri til þess að bera hana undir nefndina og get eg því ekki talað hér fyrir nefndarinnar hönd um hana. En eg hygg að nefndin sé á sama máli og eg um. það, að hún geti fallist á fyrstu breytingartillöguna. En að hún hljóti að vera á móti hinum, sem miða að því að rýra tryggingu veðdeildarinnar. En í breyt.till. á þgskj. 402 er lagt til, að í stað: fullnægjandi: skírteini, komi: skírteini sem bankastjórnin tekur gild. Er þar bót á hinni breyt.till., á þgskj. 402 er lagt til, að í stað: fullnægjandi skírteini, komi: skírteini sem bankastjórnin tekur gild. Er það bót á hinni breyt.till., því bankastjórnin verður að geta ákveðið, hvað fullnægjandi skírteini sé. Mæli ég með því að 1. br. till á þgskj. 390 og br.till. við hana á þgskj. 402 verði samþykt.