14.08.1913
Neðri deild: 34. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1205 í C-deild Alþingistíðinda. (904)

104. mál, heimild fyrir veðdeild Landsbankans að gefa út (serie) bankavaxtabréfa

Pétur Jónsson:

Það getur ekki verið, að það tvent sé jafngilt sem trygging, verðbréf sem jafnast við 1/6 af útgefnum veðdeildarbréfum, og þessi »solidaríska« 10% ábyrgð. Mér verður ekki komið í skilning um það, að svo mikið þurfi til þess að jafnast við hana. Það mætti komast af með miklu minna til þess að það yrði þó tekið gilt í útlönd. um sem jafnvirði slíkrar tryggingar. Í öðru lagi álít eg það ekki heppilegt, að fæla þá frá lántökum, sem bezt veðin hafa. Ef þeir fælast frá, sem jarðirnar eiga, þá taka þeir aðallega lánin, sem eru vestir skuldunautar, og það veikir álit veðdeildarinnar og er skaði fyrir hana og þá sem bréf hennar eiga.

Eg kannast við það, að eg hefi nokkuð aðra hugmynd um þörfina á auknu veðdeildarfé, siðan eg heyrði hv. 1. þm. G.-K. (B. Kr.) gera grein fyrir, hve litið er eftir af 3. flokknum. En eg get ekki fallið frá hinu, að mér þykir upphæðin nokkuð mikil, 6 milj. kr., en eg skal nú ekki fara út í það. Eg veit ekki, hve mikla þýðingu það hefir fyrir málið. Eg býst hvort sem er við því, að tryggingin yrði alt af höfð í hlutfalli við það, sem út yrði gefið af bréfum. Auðvitað er það, að ef 3. grein yrði feld nú, þá yrði að koma með nýja grein. í staðinn við 3. umræðu.

Líka gæti verið að hæstv. forseti vildi bera 3. gr. upp í fleiri en einu lagi.