08.07.1913
Neðri deild: 6. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 112 í C-deild Alþingistíðinda. (91)

38. mál, stjórnarskipunarlög

Ráðherrunn (H. H.):

Háttv. þm. Dal. (B. J.) vildi bera brigður á, að skilaboð konunga, sem eg gat um í ræðu minni, hefðu verið eins ákveðin eina og eg sagði. Eg skal því benda á, að þessi skilaboð standa í Alþ.t. 1912, bls. 1106, í ræðu þáverandi ráðherra og hljóða þannig:

. . . . Nú lét inn nýi konungur vor í ljósi Við míg, að hann gæti ekki fallist á úrfellingu ríkisráðsákvæðisins úr stjórnarskránni, nema því að eins, að samtímis væri gerð skipun á inu ríkisréttarlega sambandi milli Íslands og Danmerkur með samhljóða ákvæðum ins íslenzka Alþingis og ins danska ríkisþings.

Eftir þessu getur enginn vafi leikið á því að það var rétt, sem eg sagði áðan. Þetta eru hiklaus ummæli, og eftir því sem mér er kunnugt, hefir konungur ekki breytt skoðun sinni á þessu síðan.

Viðvíkjandi inni rökstuddu dagskrá, sem inn háttv. þm. Var að tala um, þá er það alveg rétt, að hún hnígur að því, hvers vegna þingið í fyrra vildi fresta stjórnarskrármálinu þá. En eins víst er það, að þar er ekki int að því með einu orði, að ætlast sé til að málið sé tekið upp aftur á þessu þingi, og engin ástæða til að ætla, að þingmenn hafi haft þá skoðun. Þeir vildu ekki taka upp stjórnarskrármálið fyrst um sinn, fyr en algerlega væri séð fyrir endann á sambandsmálinu, til að hlífast við að þurfa að hefja nýja baráttu, sem við gætum ekki vænst neins góðs af.