15.08.1913
Neðri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1218 í C-deild Alþingistíðinda. (916)

30. mál, leynilegar kosningar til bæjarstjórnar í kaupstöðum

Ráðherrann (H. H.):

Um 2. br: till. nefndarinnar, um það hver skuli aðstoða blindan mann við að kjósa, er eg henni samþykkur. Sú breytingartillaga er í samræmi Við stjórnarfrv. og gildandi kosningalög. En eg vildi leyfa mér að skýra frá ástæðum efri deildar til að hafa það frjálst, hvern blindur maður kallaði sér til aðstoðar. Eg var viðstaddur þegar málið var til umræðu þar. Það sem réð úrslitunum, var, að einn þingmaður upplýsti, að í eitt skifti hefði staðið svo á, að blindur maður hefði orðið að fara til sýslumanna og fá, leyfi hjá honum til að kjósa í annari þinghá, því að öll kjörstjórnin var svo andstæð honum, að hann treysti henni ekki til að kjósa rétt fyrir sig.

Hvorttveggja fyrirkomulagið getur haft mikið til sins mála, en yfirleitt verð eg að aðhyllast að hjálparmenn, þeir sem um er að ræða, séu teknir úr kjörstjórninni.

Að því er snertir 4. breytingartillögu meiri hlutans, er eg nefndinni þakklátur. En breytingartillögu mínni hlutana get eg ekki verið samþykkur.. Háttv. framsögum. minni hl. (B. J.) áleit, að þetta ákvæði, sem um er að ræða, komi í bág við anda hlutfallskosninga. En ef menn athuga það nánara, djá menn, að það er í fullu samræmi við þá stefnu, að sem allra flestir ráði, hverjir eru kosnir, en séu ekki bundnir við annara manna röðun á lista.

Það eitur í honum fyrirkomulagið, sem enn þá er, að þeir sem komi með listana, ráði röðinni á þeim. En það er ekki rétt. Þeir sem koma með lista eftir að þetta frumv. er orðið að lögum, geta engu um það ráðið, hvernig röðin verður hjá kjósendunum sett. Það er kjósendunum algerlega í sjálfsvald sett, hvernig röðunin verður.

Undirstaðan undir mótmælum háttv. þm. Dal. (B. J.) er þar með fallin burt. Það hefir vakið mikla óánægju hér í Reykjavík, að þeir sem hafa fengið atkvæði á mörgum listum, en ekki staðið nógu ofarlega á neinum lista til þess að verða fulltrúi hans, hafa ekki getað notið þess, hve margir báru traust til þeirra.

Þegar sú breyting er komin á, að kjósendur mega ráða röðinni, þá er það, að sami maðurinn sé á mörgum listum, sönnun þess, að hann hefir mikið fylgi. Þetta fyrirkomulags atriði er alla ekki ný upp tekið af mér, heldur er það tekið eftir kosningalögum Finna, sem þykja ágæt.