15.08.1913
Neðri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1221 í C-deild Alþingistíðinda. (921)

30. mál, leynilegar kosningar til bæjarstjórnar í kaupstöðum

Ráðherrann (H. H.):

Eg vil endurtaka, að tilgangi lagafrumvarpsins er einmitt fullnægt með þessu ákvæði, sem sé þeim tilgangi, að kjósendur ráði því sjálfir, en ekki flokksstjórnir eða félagastjórnir, hverjir komist að af þeim, sem á hafa hafa verið settir.

Við kosningar til bæjarstjórna eru flokkarnir ekki svo skarpt aðgreindir. Þar er mest um alment traust hvers einstaks fulltrúaefnis að gera. Eg gæti betur skilið kappið, sem háttv. þm. Dal. (B. J.) leggur á þetta, ef um alþingiskosningar væri að ræða, og væri það þó ástæðulaust, því að einnig þar má haga kosningum og ætti að haga kosningum meira eftir almennu trausti en flokksfylgi, þó að flokkum sé jafnframt gefinn kostur á hlutfallslegri »repræsentation«.