15.08.1913
Neðri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1222 í C-deild Alþingistíðinda. (922)

30. mál, leynilegar kosningar til bæjarstjórnar í kaupstöðum

Framsögnm, minni hl. (Bjarni Jónsson):

Það kemur ekkert málinu við, hvort hér er um bæjarstjórnarkosningar eða þingkosningar að ræða. Málin eru alveg eina vel aðgreind þótt þau séu í bæjum.

Hæstv. ráðherra hefir ekki fært nein rök að því, að þetta skerði ekki »princip« laganna eins og eg hefi haldið fram. Og eg held því fram enn, að rétta röðin á listanum skekkist, sem hún ekki má, ef þetta nær fram að ganga. Það er vissulega ekki í anda hlutfallskosningalaganna.

Þótt einn maður hafi svo mikið brot af trausti hjá kjósendunum, að hann sé á mörgum listum og neðarlega á öllum, þá er það ekki alment traust, sem sá maður nýtur. Ef hann hefði alment traust, þá væri hann efstur á öllum listunum.