15.08.1913
Neðri deild: 35. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1222 í C-deild Alþingistíðinda. (923)

30. mál, leynilegar kosningar til bæjarstjórnar í kaupstöðum

Ráðherrann (H. H.):

Það er hart að þurfa að vera að endurtaka það enn, að eftir að þetta framvarp er orðið að lögum, sýnir það jafnmikið traust þeirra, sem koma með lista, á fulltrúaefnum, hvort sem þeir setja þá ofarlega eða neðarlega á listann, því þeir geta ekkert um það vitað fyrirfram, hvern af þeim flestir muni aðhyllast, og því mega þeir ekki taka á listann aðra en þá, sem þeir geta aðhylst sem fulltrúa fyrir kjörflokk sinn. Sá sem listasmiðirnir setja fremstan, eftir þessu frumvarpi ekki að standa neitt nær því að ná kosning heldur en sá, sem þeir setja neðstan.