16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1250 í C-deild Alþingistíðinda. (952)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Framsögum. (Pétur Jónsson):

Eg Vil fyrst gera þá athugasemd, að það er gáleysisvilla hér í nefndarál. við 13. gr. D. III. 2. a. Það hefir orðið skökk tala um laun herra Smiths símastjóra, sem eru tilgreind 2.800 kr., en eru 2.600 kr. Eg get þessa til þess, að háttv. þingmenn fái ekki skakka hugmynd um þetta við atkv.gr. Svo er líka prentvilla á bls. 6, neðarlega, sem ekki er mér að kenna: »umgerð« á skólahúsinu á Akureyri fyrir »umbót«.

Annars skal eg ekki gera margar athugasemdir við greinar, þær sem fyrir liggja. Eg skýrði frá því við framh. 1. umr., hverju brtill. nefndarinnar næmu við hverja grein og í heild sinni. Þær nema til hækkunar 3000 kr. við 11 gr. og 4400 kr. við 12. gr. Sparnaðartill. eru engar, en svo hafa komið fram aðrar tillögur, sem nema til hækkunar 14 þús. kr. á 11. gr. og 2000 kr. á 12. gr. Skal eg svo með fám orðum taka einstakar brtill. til athugunar.

Fyrst er brt. frá sjávarútvegsnefndinni, þar sem farið er fram á það, fjárveitingin í 11. gr. til eftirlits með fiskveiðum úr landi sé hækkuð upp í 10 þús. kr. á ári.

Í tillögu fjárlaganefndar er farið fram á að hækka þessa fjárveitingu úr 1500 kr. upp í 3000 kr. Þetta hefir háttv. sjávarútveganefnd ekki þótt nóg, en fjárlaganefnd hefir ekki borist nein áætlun eða greinagerð fyrir því, hvernig þessu eigi að verja, og getur ekki búist við eða fallist á meiri hækkun en hún sjálf gerir tillögu um. Nú sem stendur munu þurfa til þessa 2 þús. kr., eftir þeim skírteinum, sem nefndin hefir haft. en hún vill sjá um að dálítið meira sé að grípa til, ef nauðsyn beri til viðbótar.

Þá er önnur brtill. v ið 12. gr. á þskj. 443 frá háttv. 2. þm. G.–K. (Kr. D.), um að Magnúsi lækni Júlíussyni verði veittur árlegur styrkur, eins og öðrum sérlæknum, sem stunda hér lækningar, og er enn fremur ætlast til, að hann standi þá fyrir Röntgens-áhöldunum án frekari borgunar. Nefndin hefir nú ákveðið fjárupphæð, 1000 kr. á ári, til manna, til þess að starfrækja þau áhöld við háskólann, og ætlast til að hann þá stundi hér sérlækningar eða sérfræðikenslu við háskólann jafnframt fyrir þá upphæð. Og hún heldur fast við það, að þessi fjárveiting sé alls ekki veitt á nafn, heldur failn læknadeild háskólans til meðferðar. Nefndin getur því ekki fallist á þessa brtill.

Fleiri brtill. eru ekki við þessar greinar, og hefi eg því ekki fleira að segja.