16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1260 í C-deild Alþingistíðinda. (957)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Bjarni Jónsson:

Eg hefi heyrt á kennurum læknadeildar háskólans, að sár þörf væri á að embætti væri bætt þar við. Þeir hafa ekki farið fram á það nú, af því að þeir hafa ekki búizt við áheyrn. Kennarar læknadeildarinnar hafa hver um sig þriggja manna manna verk að vinna, eða álíka starf og 3 eða 4 menn eru um við aðra háskóla. Úr því að svo þröngt er um vinnukraftinn, er það mikilsverð og réttmæt stefna, að festa við háskólann sem flesta duglega sérfræðinga. Eg vil ekki láta kalla þá peninga sem þeir fá styrk, heldur kaup eða þóknun fyrir það, að. þeir vilja láta háskólann njóta kunnáttu sinnar. Það er að sínu leyti eins og alt séu kallaðir bitlingar hér á landi og aldrei tekið tillit til þess, sem landið þiggur í móti. Þess vegna ætla eg að greiða atkvæði með þessu kaupi til Magnúsar Júlíussonar fyrir að kenna við háskólann sérfræði sína. Af sömu ástæðum ætla eg að mæla með öðrum styrkbeiðnum, sem fram hafa komið. Eg veit um eina, sem liggur frammi á lestrarsalnum frá Ólafi lækni Gunnarssyni um sams konar fé, til þess að hafa með höndum hér í Reykjavík það sem eg vil kalla beinsekkjufræði á íslenzku, en kallað er »orthopedi« á læknamáli. Guðmundur háskólakennari Magnússon hefir lýst yfir því, að þetta sé mjög þörf lækningategund, enda er auðséð á öllum þeim bægifótum, sem ber fyrir augu manns hér í Reykjavík, að gott hefði verið að einhver maður hefði getað læknað þá, meðan þeir voru svo ungir, að það var hægt. Og þó að þriðji maðurinn, sem er sérfræðingur í barnasjúkdómum; bættist við, þá ætti mönnum ekki að vaxa það í augum. Eg tel það gróða fyrir landið, að sem flestir ungir, atorkusamir og greindir menn, sem hafa sérfræðiskunnáttu, fáist til þess að láta háskólann njóta hennar fyrir jafnhlægilega lítið verð og einar 1000 kr. Það er hlægilega lítið í samanburði við, það sem háskólar í öðrum löndum bjóða sérfræðingum, en náttúrlega ekki í samanburði við það sem mönnum er boðið hér, sérstaklega þeim sem lagt hafa stund á það sem lítið gefur í aðra hönd. Þá er náðin sérstaklega. skömtuð úr hnefa. Það er miklu fremur, ef menn hafa það með höndum, sem eitthvað er hægt að hafa upp úr, að meira fylgir af náðinni. Það er út af þeirri grundvallarreglu, að »mikið vill meira«, eða að »þangað vill auður sem auður er fyrir«. Eg er á sama máli sem ráðherra um seinni lið tillögunnar á þgskj. 443. Það er gott að vita þetta tilboð, en það er engin þörf á að samþykkja það. Þar að auki stend eg sérstaklega að vígi, en eg mundi ekki vilja gera upp á milli þessara manna; er mér vel við þá alla, og mundi eg telja mig til meiri hlutans, er til atkvæða kæmi. Finst mér sjálfsagt, eins og ráðherra tók fram, að stjórnin veiti féð eftir umsögn háskólaráðsins. Væri ekki um of, þó þessir 3 menn fengju sinar 1000 krónurnar hver. Eg endurtek það, að það er ekki styrkur, heldur að eins lítilfjörlegt endurgjald fyrir starf þeirra. Skal eg svo hverfa frá þessu efni.

Eg ætla með öfáum orðum oð minnast á tillögu nefndarinnar um að hækka styrkinn til landhelgisvarnarinuar. Tel eg stefnu nefndarinnar í þessu máli rétta, og væri ef til vill rétt, að hækka styrkinn meira en þessar 1500 kr., sem nefndin hefir lagt til. Eg legg reyndar ekki eins mikið upp úr þessari landhelgisvörn og margir aðrir, því víðast hvar mun fisksins vera mest að leita fyrir utan landhelgislínuna. En á stöðum eins og t. d. Fagaflóunum geta þessir útlendu fiskimenn spilt veiðarfærum landamanna. Fyrir fiskigöngur hafa þessar Strandvarnir enga þýðingu. Tel eg vel borga sig að verja 20–30 þús. kr. til að verja landhelgina. kringum landið. En hitt tel eg ekki tilvinnandi, að gera okkur minkun vegna landhelgisvarnarinaar, og eg tel það minkun að hafa hér þennan bát, sem mest liggur á höfnum, en einstöku sinnum fer út og tekur einn og einn lögbrjót, en sýnir sig svo í því upp á síðkastið, að fara að verða húsbóndalegur og siða okkur Íslendinga. Þætti mér vel farið, ef hægt væri að koma strandvörnunum í það horf, að hægt væri að senda fleytu þessa heim, svo hún hætti að vera njósnar- og yfirgangssnekkja í stað þess að verja landsmenn yfirgangi.

Aðalástæða mín til þess að vera með þessu máli er ekki eingöngu sú, að verja landhelgina, heldur og að leysa okkur undan þeirri Sneypu, að hafa hér njósnardall við strendurnar. Þá þyrfti ekki að vera að telja hann eftir okkur eins og einhverja velgerð, eða tala um að Við getum ekki án Dana verið, eins og maður nokkur, er eg eigi vil neina, er alt af að klifa á.