16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1266 í C-deild Alþingistíðinda. (961)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Framsögum. (Pétur Jónsson):

Þessi breytingartillaga um, að auka eftirlit með fiskveiðum í landhelgi, hefir fengið mikil meðmæli. En eg held samt að eg geti ekki fyrir nefndarinnar hönd gefið loforð um að fylgja henni. Eg skal ekkert fortaka um það, hvort nefndin vildi veita eitthvað hærri upphæð. En eg fullyrði, að hún vill ekki falla frá öðrum tillögum sínum til þess að geta hækkað þennan útgjaldalið. Hún hefir haft nógar tilhneigingar til þess að vilja lækka hér og þar meira en hún hefir árætt að gera. En einhverstaðar verður staðar að nema. Það má vel vera að þetta fyrirtæki sé mjög gagnlegt, og er gott ef svo er, en reynslan hefir ekki farið mjög í þá átt fyr en í vetur, í Garðsjó. Þar var auðséð að þessi fjárveiting bar ávexti. Það hefir verið veitt fé til þessa í fjárlögunum síðustu 10 árin, að vísu ekki mikið, en þó nægilegt til að gera tilraunir. Ef það hefði sýnt sig, að þetta væri eins árangursmikið og mikilsvert eins og nú er verið að fullyrða, þá mundu menn hafa lagt fé til á móts við það, sem þingið veitti. Tilfellið er, að féð, sem hefir verið veitt á fjárlögunum, hefir ekki verið notað til fulls fyr en nú síðastliðið ár. Það er ekki gott að hlaupa á sig bara af því menn segja hitt eða þetta. Það á að á sýna sig, að þessar tilraunir geti komið að góðu haldi, og verða menn að sætta sig við minni upphæð þangað til. Sennilegt virðist, að varnir þessar gefist ekki alstaðar eins vel og á Faxaflóa nú í vetur, af því þar er sérstakur veiðiútvegur. Eg skal ekki mótmæla því, sem háttv. þm. Ak. (M. Kr.) sagði um síldarveiðar við Norðurland, en mig furðar á, að þessar landhelgisvarnir skulu ekki hafa verið reyndar þar styrklaust úr því svo mikil hagsvon er að þeim.

Menn eru að tala um að þetta séu fjárútlát, sem borgist landssjóði í auknum botnvörpungasektum etc. En menn verða að athuga, að það er þegar búið að ráðstafa tekjunum af landhelgisvörnunum. 2/3 hlutar þeirra ráðstafað í landhelgissjóð, en 1/3 í fiskveiðasjóð. Ef í botnvörpunga næst til að sekta þá, eru tekjurnar af því hreinn ágóði fyrir þessa 2 sjóði, en það hefir verið vanrækt að láta þessum tekjum fylgja þá kvöð, að sjá um eftirlit með fiskveiðum, það sem hér ræðir um.

Eg læt svo hér við lenda. Það þarf ekki að brigzla mér um, að eg sé á móti nauðsynlegum fjárveitingum til þess að styrkja sjávarútveginn. Öll þau ár sem eg hefi verið á þingi, hefi eg verið eigi síður með stuðningi til sjávarútvegar, en annara atvinnuvega, þegar það hefir verið að sama skapi hyggilega til stofnað. En sá er gallinn, að nálega enginn undirbúningur eða skipulag hefir komist á af hálfu sjávarútvegsmanna, sem stuðningur fjárveitingarvaldsins gæti komist að, fyr en loka nú, að Fiskifélag er stofnað og hefir haldið sitt búnaðarþing. En þá er líka hiklaust veitt til félagsins það sem það fer fram á, eftir till. nefndarinnar, og þessu er eg samþykkur, þó landbóndi sé.

Þá ætla eg að snúa mér að tillögunni um styrk handa Magnúsi Júlíussyni lækni. Það er langt frá því að nefndin hafi nokkuð á móti manninum eða vilji hindra að honum sé veittur styrkur í sama skyn í og tillagan gerir ráð fyrir. Nefndin vill einungis þetta, að þessi fjárveitingin, sem hún leggur til, að veitt sé til háskólans vegna starfrækslu Röntgens-áhaldanna, sé ein látin duga. Enn frestur vill nefndin ekki veita fjárhæðina upp á nafn. Hér er um fleiri góða og efnilega menn að velja og vill í hún að stjórnarráðið úrskurði með ráði læknadeildar háskólans, hver af þessum mönnum hljóti styrkinn. Hefi eg svo ekki meira að segja að þessu sinni.