16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1270 í C-deild Alþingistíðinda. (964)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Lárus H. Bjarnason:

Hæstv. ráðherra sagði hækkun á gjöldum og launum 577,000 kr., ef allar breytingartillögurnar yrðu samþyktar. Eg get ekki sagt, hve mikla hækkun það hefði í för með sér, ef allar breyt till., sem hafa komið fram hér í deildinni, yrðu samþyktar, enda er þarfleysa að að gera ráð fyrir slíku, en fjárlaga. nefndin fer ekki fram á nema í93 þús. króna hækkun á útgjöldunum.

Út af breyt.till. á þgskj. 391 skal eg segja nokkur orð. Nefndin hefir ekki getað fallist á að styrkurinn til eftirlits úr landi með fiskveiðum í landhelgi yrði hækkaður upp í 10 þús. kr., en hún hækkaði um helming þann styrk, sem stjórnin lagði til að veittur yrði. Fyrir fjárl.nefndinni lá engin yfirlýsing frá útveganefndinni um það, með hvern, lægstan styrk nefndin gerði eig ánægða, og engin skýrsla um fengna reynslu af eftirlitinu. Mér finst að breyt.till. útvegsnefndarinnar því fara helzt til langt að svo stöddu, en hún væri töluvert aðgengilegri, ef bætt væri framan við fjárhæðina orðunum alt að, því að þá gæti stjórnin meiru um ráðið. Eg veit ekki, hvort háttv. útveganefnd vill taka tillöguna aftur nú og bera hana svo lagaða fram við 3. umr., skýt því til hennar, hvort hún vili ekki fremur gera það en láta »slag« standa um hana nú.

Mér fanst skýrsla háttv. framsögum. (P. J.) um skoðun nefndarinnar á br.till. á þgskj. 443 ekki alls kostar fullkomin, hafi eg þá skilið nefndina rétt. Mér skildist nefndin byggja afstöðu sína til br.till. aðallega á því, að læknadeildin hefði ekki farið fram á fjölgun aukakennara og sízt aukakennara í tiltekinni grein.

Læknadeildin hefir farið fram á, að einum föstum prófessor yrði bætt við, en stjórnin varð ekki við þeim tilmælum, og fjárlaganefndin sá sér heldur ekki fært að gera tillögu um það að svo stöddu. Að vísu mun það satt, sem háttv. þm. Dal. (B. J.) sagði, að læknadeildina vantaði tilfinnanlega kenslukrafta að því er snertir föstu kennarana, enda hafa þeir fleiri kenslugreinir og stundir en embættisbræður þeirra í öðrum löndum, og hér er deildin líka betur sett en aðrar deildir að því leyti, að hún hefir marga aukakennara, ef eg man rétt þá eru þeir 7.

Viðvíkjandi því skilorði á þgskj. 443, að sérfræðingurinn kunni ljóslækningar, má geta þess, að læknadeildinni þótti ekki þörf á neinni kenslu í þeirri grein, vegna þess að hún mundi ekki koma að notum, þar sem læknar út um land gætu ekki útvegað sér nauðsynleg verkfæri til hennar. Það væri heldur ekki hægt að ætlast til að einar 1000 kr. nægðu til þess að starfrækja Röntgen og halda uppi sérkenslu í húðsjúkdómum og ljóslækningum, enda mundi þá vafalaust þurfa að leggja fram töluvert fé til áhaldakaupa o.s.frv.

Loks finst mér réttast að láta læknadeild háskólans ráða sem mestu um það, hvaða sérfræðigreinar séu kendar við háskólann og þá hvaða mönnum sé falin sú kensla, enda svo áskilið í lögum og reglum háskólans, og alt af viðsjárvert auk þess að nafnfesta fjárveitingar að þarflausu. Af þessum ástæðum sá fjárlaganefndin sér ekkí fært að vera með þessari styrkveitingu.