16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1287 í C-deild Alþingistíðinda. (975)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Bjarni Jónsson:

Eg hefi leyft mér að taka saman á þgskj. 448 þær fjárbeiðnir, sem þingmálafundir í Dalasýslu hafa samþykt að leggja fyrir þingið. Auðvitað býst eg ekki við, að öllum þessum fjárbeiðnum verði sint, enda hafa kjósendur mínir lagt meiri áherslu á sumar þeirra. heldur en aðrar, en eg hefi viljað láta menn sjá þennan lista til að minna á, að þessi sýsla, sem menn virðast hafa gleymt, þarf líka á peningum að halda til ýmsra framkvæmda. Um langan aldur hefir enginn styrkur verið veittur til vegabóta í Dalasýslu, þegar frá er tekið, að á þingi 1909, ætla eg væri, fékk sýslan 2000 kr. til brúargerðar á Austurá og 1000 kr. til vegarspotta á Fáskrúð. Menn muna það frá siðasta fjárlagaþingi, hvað eg stritaðist við að fá brú á Ljá, og lýsti eg þeirri á þá nokkuð. En eg hafði þá heldur andróður af verkfræðingi landsins, því að hann hafði þá hugaað sér að fá fjárveitingar til brúargerða á öðrum stöðum, og þótti leitt, að eg skyldi vera að grípa fram í verkahring hans. En nú stend eg betur að vigi, því að nú er í hann á mína hlið, og hefir lagt það til, að brú verði sett á Ljá, og stjórnin hefir tekið það upp í fjárlagafrumv. sitt. En brú á Ljá kemur ekki að hálfu gagni nema Fáskrúð verði líka brúuð. Eg sé hér víða í stjórnarfrumv. og í tillögum fjárlaganefndarinnar, að fé er varið til vega, sem ekki kalla eina brátt að eins og brú á Fáskrúð. Eg held, að stjórnin hafi slept brú á Fáskrúð vegna þess, að verkfræðingurinn hafi látið falla orð um það, að þessi á væri alt af fær á fjöru. En ef hann hefir sagt þetta, sem eg ætla, þá er það sprottið af ókunnugleika hans, því hann; veit ekki, hvernig þar hagar til á vetrum. Þá liggur oftast í fjörunni krapahrönn og móður, sem ómögulegt er yfir að komast, nema fyrir fuglinn fljúgandi. Eg veit ekki, hvort menn hér skilja þetta orð »móður«, en það er algeng mállýzka fyrir vestan. En þegar frost hafa lengi gengið, þá fer aftur að verða fært á ís. En á meðan krapi og móður er í fjörunni. þá er áin vita-ófær. Svo stendur líka svo á, að áin er á leið þeirra manna úr norðursýslunni, úr Skarðstrandarhreppi, Saurbæ, og af Fellströnd og úr Hvammsveit, sem þurfa að vitja læknis; þeir komast ekki yfir ána, og sjúklingurinn má deyja heima þess vegna.

Menn muna það frá fyrri þingum, að eg hefi borið fram frumv. um að skifta Dalasýslu í tvö læknishéruð. Þetta var neyðarúrræði, sem gripið var til vegna þess, að Dalamenn gerðu sér ekki von um að fá umbætur með brýrnar og símana Þegar eg kom þangað vestur í sumar og gaf þeim nokkra von um að fá síma og brýr, þá hurfu þeir frá að fara enn þá einu sinni fram á að læknishéraðinu yrði skift í sundur. En þessi brúargerð er líka nauðsynjámál vegna póstferðanna. Það er. langtum meiri nauðsyn á þessu heldur en að koma

Hvammstangaveginum í samband við þjóðveginn. Það er að eina samgöngunauðsyn, en þetta er lífsnauðsyn. Eg ætla þó ekki að leggja á móti Hvammstangaveginum, en eg nefndi þetta bara til þess að sýna, að það er enginn óþarfi, sem eg er að fara fram á, það er engin hreppapólitík, heldur hrein og bein lífsnauðsyn.

Sú eina samgöngubót önnur, sem hefði þýðingu í þessu máli er nú, að lagður væri sími frá Búðardal að Tjaldanesi vestur í Saurbæ. Það skal nú enginn ímynda sér, að eg ætlist til að læknirinn fari með símanum, heldur ætlast eg til að hægt sé að síma til læknis um að koma. Nú þykir mönnum kannske undarlegt, að læknirinn geti komist yfir á, sem engir aðrir komast yfir. En í Búðardal eru til skip, og ef sjór er fær, þá getur hann látið flytja sig þá leiðina yfir í Skarfsstaðanes. En þetta geta hinir ekki. Það þarf 3–4 tíma til að ríða frá Fáskrúð niður að Skarfstöðum, og þar er þá ef til vill enginn bátur til. En í Búðardal er altaf hægt að fá menn bát, ef sjór er fær. Það gæti því líka verið góð hjálp að fá síma.

Nú get eg, vel ímyndað mér, að þeir sem hér eru saman komnir, ætli ekki að greiða atkvæði með öllum upphæðunum í brtill. mínum, þótt rétt væri; en eg trúi ekki öðru, en að þeir láti mig annað hvort fá Búardalssímann eða brú á Fáskrúð. Hinar fjárveitingarnar eru reyndar nauðsynlegar líka. Í Búðardal, þar sem Hvammssveitin og Suðurdalirnir hafa verzlun sína, er útfiri svo mikið, að menn ná ekki til að afferma skip á fjöru, en skipin láta illa yfir að þurfa að bíða. Nú nýlega hefir bátur hlaupist þaðan með trjávið, sem búið var að bíða eftir í mánuð. Báturinn fór með viðinn norður á Borðeyri, og þangað urðu menn svo að sækja hann á hestum. Yfir þessu hefir svo verið kært til stjórnarráðsins. Eg býst nú við að menn sjái, hversu óþægilegar afleiðingar þetta bryggjuleysi getur haft. Þessar 2000 kr., sem farið hefir verið fram á munu ekki nægja til bryggjugerðar, en það gæti orðið góð hjálp að fá þær. Eina og menn sjá, er þetta ekki eins mikil nauðsyn og hitt. Þetta er bara samgöngunauðsyn, en hitt er jafnframt lífsnauðsyn. Eg reikna svo, að samgöngur geti verið góðar og peningahagnaður sömuleiðis, en þó ekkert í samanburði við lífið.

Eg er ekki þeirrar skoðunar hvað sem allir fjármálafræðingar segja, að hægt sé að meta til peninga sorg þeirra, sem missa ástvini sína. Það kann að vera að eg hafi minni sorgir heldur en margir aðrir, en eg vil ekki hafa neina verðlagsskrá yfir sorgir mínar.

Alveg sama nauðsyn er á bryggju gerð í Salthólmavík. Til hennar er farið fram á lítið, og mun hreppurinn leggja þar meira til. En bryggja er þar nauðsynleg, því að skip geta ekki legið þar nema mjög langt frá landi. Eins og annarstaðar í Breiðafirði er þarna útgrynni. mikið; er eg nákunnugur um þessar slóðir og Álít það mikið til bóta, ef þarna yrði gerð dálítil bryggja.

Þá hefi eg fyrir sjálfs mín hönd og háttv. þm. Snæf. (H. St.) og háttv. þm. Barðstr. (H. Kr.) leyft mér að bera fram brtill. viðvíkjandi bátaferðum á Breiðafirði. Eg skal leyfa mér að lýsa. nokkuð skoðun Dalamanna á því máli. Þeir telja það sjálfsagðan hlut, að landið ætti sjálft sín strandferðaskip, eitt eða fleiri. En það skip ætti ekki að vera látið hlaupa inn á hverja skerjavík og bíða þar eftir fjöru til að geta afgreitt sig. Til þess ættu að vera hafðir flóabátar, hver á sínum flóa, einn á Ísafirði, einn á Breiðafirði og einn á Húnaflóa o.s.frv. Þessir bátar ættu svo að vera réttir í samband við strandbátinn og taka úr honum vörurnar og flytja inn um flóa og firði. En til þess að þessar þrjár sýslur, sem að Breiðafirði liggja, gætu ráðist í að kaupa bát, þyrfti styrkurinn að vera nokkru hærri en hingað til. Það hagar illa til með þessar ferðir fyrir vestan, því að það hefir undanfarið verið svo, að ein sérstök verzlun í Stykkishólmi hefir átt bátinn, sem til ferðanna er hafður, og hirt féð úr landssjóði. En það er alveg skakt, að ein verzlun, samkeppandi við aðrar verzlanir, sem þurfa að nota bátinn til að flytja út varning sinn, eigi ein þennan bát. Eg hefi viljað lýsa þessu nú þegar, þótt eg hafi orðið við tilmælum hv. framsögum. og tekið tillöguna aftur. Hann hefir heitið mér, að eg, skyldi einskis í missa fyrir það, og eg hefi skilið það svo, að fjárlagánefndin ætli sjálf að taka þetta upp til 3. umr.

Um tillögu mína um símalagningu skal eg ekki tala margt, en fari svo að menn felli tillögu mína um brúna; þá læt eg þessa standa og koma til atkvæða, með því einu er hægt að bæta ár brúarleysinu.

Eg hefi þá sagt það sem eg ætla að segja í bráð, um þessar fjárbeiðnir Dalamanna, og eg vona að það hafi skilist, að þær hafa við full rök að styðjast.

Þá kem eg að tillögu, sem við höfum komið fram með, eg og hv. þm. N.-Þing. (B. Sv.), um að breikka veginn á kömbunum. Fyrir þá sök, að krókarnir á kambaveginum eru helzt til krappir, er vegurinn of mjór fyrir vagna, svo að það getur komið fyrir og hefir komið fyrir, að vagnar hafa farið fram af honum. Fé þarf ekki mikið til þessa, því að það þarf ekki að hlaða neitt nýtt, heldur að eina að moka úr brúninni fyrir ofan götuna. Líka er það ef rennireiðar fara að tíðkast, hreinn og beinn lífsháski að fara þennan veg.

þá er og annað, sem þarf að lagfæra á veginum austur. Þar sem fjalir eru lagðar yfir ræsi, og sandurinn, sem að þeim hefir verið mokað, er fokinn frá, þar er ógerningur fyrir hesta að ná þungum vognum upp á þrepin, sem þannig hafa til orðið. Eins er það með rennireiðarnar, þegar þær rekast á þessi þrep, þá kastast allir í faðmlög sem í þeim eru, þótt þeir hafi ekki ætlað sér að faðmaat áður. Til að gera þetta somasamlega úr garði, hyggjum við að duga megi 5000 kr. til að byrja með. Þetta er eins og allir sjá ekki í Norður-Þingeyjarsýslu og ekki í Dalasýslu, svo að menn hljóta að viðurkenna, að til þessarar tillögu hefir ekki dregið okkur in svo kallaða hreppapólitík. Við höfum fengið tilmæli um það frá fjárlaganefndinni, að láta hana hafa þetta til meðferðar og taka tillöguna aftur nú; en við tökum hana upp aftur til 3. umræðu, ef fjárlaganefndin gerir það þá ekki sjáif, eina og við vonum.

Eg held að eg þurfi ekki að sinni að segja meira um mínar fjárbeiðnir, sem ekki eru voðalegar. Það er reiðilaust af mínum kjósendum og mér, þótt ekki fáum við nú bæði símann og brúna, en eg vona, að við fáum að minata kosti brúna, því að eg býst við að háttvirt fjárlaganefnd líti svo á, að það sé brýn nauðsyn fyrir þetta hérað að fá brú á Fáskrúð. Eg ætla ekki að vera meinmaður neins sérstaks, þótt eg sjái að margt muni illa ráðið í þessu fjárlagafrumvarpi. Maður getur séð það við þessa atkvæðagreiðslu, sem nú fer í hönd, hvaða brtt. maður þarf að koma með til 3. umræðu.