16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1294 í C-deild Alþingistíðinda. (977)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Kristinn Daníelsson:

Eg vildi minnast á breyt.till. á þgskj. 389, undir tölulið 41 á atkvæða,skránni, sem eg ber fyrir brjósti. Og skal eg vera stuttorður. Flyt eg þetta erindi eftir beiðni frá sýslunefndinni í Gullbringusýslu.

Í nokkur ár hafa í fjárlögunum verið vettar 15000 kr. á fjárhagstímabili til sýsluvega í Gullbringusýslu. Hér er farið fram á að haldið verði áfram þessum: upptekna hætti, þörfin er hin sama nú og áður, og búist er við, að fjárveitingin sé sömu skilyrðum bundin sem áður, að jafnmikið fé komi annarstaðar frá. Nú er kominn vegur frá Hafnarfirði til Keflavíkur, en við það er ekki hægt að nema staðar. Þessi vegur er ekki að hálfu gagni fyr en bygðarlögin í kring komast í samband við veginn og nú er fyrst og brýnust þörfin á vegi til Grindavíkur. Þetta hafa menn fundið og sést svo áþreifanlega bæði á því, að nú vill þessi litli hreppur kosta 10,000 kr. til þessa vegar og að sýslan, sem þegar undir er í stórum skuldum, hygst þó að leggja fé í þennan veg. Vegurinn er áætlaður að muni kosta 40–45 þús. kr. Er áætlunin gerð af Erlendi Zakaríassyni í umboði landsverkfræðingsina. Má því treysta á áætlun hans. Vil eg nú með leyfi hæstv. forseta leyfa mér að lesa upp 3–4 línur úr álitsskjali þessa manns til landsverkfræðingsins:

»Frá Grindavík eru vegir inir verstu í allar áttir hvert sem farið er. Læknir þeirra situr í Keflavík og ekkert skip kemur þar viljandi allan veturinn, svo þörfin á veginum er mjög mikil, svo óvíða hér nærlendis er jafn brýn þörf og þar«.

Þetta segir nú sá maður, sem flestum mönnum er kunnugastur vegum um alt land. Þarf eg því ekki að tala um þörfina á þessum vegi. Sumum þykir mælst til nokkuð mikils þar sem farið er fram á að landssjóður leggi til jafnmikla fjárupphæð og komi annarsstaðar frá. Hér á þinginu koma alt af margar beiðnir um fjárveitingu til vega. Finst mér þá, að þeim eigi helzt ávalt að hjálpa, sem vilja leggja fram jafnmikið fé og farið er fram á að landssjóður veiti. Má líta svo á, að þeir séu með þessu einmitt að hjálpa landssjóði til að gera vegi, sem hann annars yrði neyddur til á sínum tíma að gera upp á eigin spýtur. Háttv. framsögum. fjárlaganefndarinnar tók það fram, að landssjóður yrði að. takmarka sig nokkuð um fjárveitingar til vega, og ætti hann því helzt að veita fé til þeirra vega, sem tvöfalt fjárframlag kæmi á móti. Eg mótmæli því alls ekki, að landssjóður verði að takmarka sig að þessu leyti. En hitt finst mér til mikils ætlast, að tvöfalt komi í móti, þótt það geti borið sig, þar sem um smáupphæðir er að ræða. Það getur staðið misjafnt á, og hér er um stórfé að ræða í móti fyrir lítið sýslufélag. Hygg eg það eina dæmi, að nokkur sýsla hafi lagt svo mikið í móti landssjóði.

Vil eg svo ekki orðlengja þetta meira. Eg vona að mér hafi tekist að leggja málið nógu skýrt fram. Vona eg að háttv. deild sjái sér fært að halda þessu máli fram.