16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1303 í C-deild Alþingistíðinda. (980)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Eggert Pálsson:

Við þingmenn Rangvellinga eigum hér brtill. á þgskj. 411 og 4Í2. Í brtill. á þgskj. 412 er farið fram á það, að Rangárvallasýslu verði endurgreitt það, sem hún hefir kostað til flutningabrautar frá Rauðalæk og að Ægissíðu. Ástæðurnar til þessa eru þær, að í upphafi lét landið ekki leggja brautina lengra en að Rauðalæk, en þá tók sýslan að sér framhaldið að Ægissíðuvaði, því að brautin var með öllu ónýt, ef hún endaði í mýri við Rauðalæk, og þess vegna varð að halda henni áfram. En eftir vegalögunum er landssjóður skyldur til að kosta lagning flutningabrautanna. En svo tekur verkfræðingurinn þennan vegarapotta, sem sýslan, en ekki landssjóður hafði lagt, og afhendir sýslunefndinni hann til viðhalds.

Sýslunefndin áleit nú að landið væri skyldugt að kosta lagningu jafnt þessa hluta brautarinnar sem hins kaflans. Og að minsta kosti mælir öll sanngirni og réttlæti með því, að landssjóður endurgreiði sýslunni kostnað, þann sem hún hefir haft við lagningu þessa brautarkafla, þótt eg hins vegar skuli ekkert um það segja, hvort sýslan mundi vinna, ef í mál færi. Það er lögfræðinganna, en ekki mitt, að dæma um það.

Eg veit nú að háttv. fjárlagarnefnd hefir ekki viljað sinna þessu máli, en hitt veit eg ekki, hvernig háttv. deild kann að líta á það, en við flutningsm. álítum það skyldu okkar, að gefa henni færi á að greiða atkvæði um það, og gerum okkur von um að meiri hluti deildarmanna reynist hér sanngjarnari í dómi en meiri hluti fjárlaganefndar hefir reynst.

Hin brtill. er um brú á Eystri Rangá. Það er ekkert ánægjulegt, að þurfa nú að biðja um hana. Eg er fyrir mitt leyti búinn að fá nóg af því, að berjast fyrir því á hverju þingi frá 1903, að fá brúna á Ytri-Rangá, þangað til hún fekst loks í fyrra, og eg bjóst ekki við því, að þurfa nú að koma með þessa fjárbón til þingsins, og Rangæingar yfir höfuð ekki heldur. Það datt engum í hug, að það mundi kalla svo bráðan að. Eystri-Rangá hefir fram á síðustu tíma verið fremur lítið vatnsfall, náð svona kvíði og þar um bil, og oftast vel: fær með vagn, og það var hún seinast í fyrrasumar, nema hvað hún hefir getað orðið ófær í stórrigningum. En í vetur hefir hún grafið sig svo niður við annan bakkann, að hún má heita ófær, að minsta kosti með vagn. Í sumar get eg t. d. fullyrt, að hún hafi sjaldnast minni — verið en í taglhvarf; og geta allir skilið; að slíkt sé vögnum ófært.

Í vor var talað um það við verkfræðinginn, hvort ekki mætti gera við vaðið á einhvern hátt; eri hann áleit að það myndi kosta töluvert fé, en ekki verða til frambúðar. Það hefir verið reynt að molta skarð í bakkann að austan verðu, litlu ofar, en reynst árangurslítið. Áin grynkaði lítið sem ekkert, en botninn reyndist blautari og hestum þar því enn þá óhægara um dráttinn. Að áin hefir grafið sig svona ört og mikið orsakast víst mest af því, að vagnhjólin losa um sandinn í botninum, og hann er fljótur að renna burt, og því örara eftir því sem strengurinn verður harðari. Hins vegar var engin von til þess, meðan áin var góð yfirferðar, að verkfræðingurinn eða stjórnin tæki þessa fjárveitingu inn á fjárlagafrumvarpið. Þegar verkfræðingurinn gerði einar tillögur til stjórnarinnar, fjárlagafrv. til undirbúnings, og eins þegar hv. stjórn samdi það, var engin knýjandi nauðsyn komin fram um þessa brúargerð. Það kom fyrst til í vor að þessi nauðsyn tók að sýna sig. En síðan þá veit eg ekki til að nokkur hafi komið flutningi yfir hana án þess að skemma hann meira eða minna.

Eg veit til þess, að læknir okkar hefir t.d. tapað á annað hundrað kr. virði í meðölum við flutning yfir á þessa, með því að allur farangurinn, sem á vagninum var, eyðilagðist, nema það eitt, sem var í heldum umbúðum eða á glösum. Sjálfur hefi eg sent vagna yfir ána með góðum mönnum, sem hafa gætt allrar varúðar, en þó fæ eg nú þær fréttir, að sumt hafi skemst til muna, enda getur ekki annað verið, þar sem áin er svo djúp. Sumir kynnu nú að segja, að þarna ætti að vera ferja. En nú hagar svo til, að þarna er enginn bær í grendinni; svo að þá þyrfti að byggja yfir ferjumanninn og mundi það slaga hátt upp í brúarkostnaðinn. Og hins vegar er hvergi annað vað nærri. Til þess að fá annað vað mundi verða að leita annað hvort niður undir Móeiðarhvol eða upp undir Minna-Hof. Og mundi það í fyrra tilfellinu kosta lestina fullan hálftíma og í seinna tilfellinu klst. að fara þann krók, auk þess sem vikið væri þá frá inum vagnfæra vegi og þeim yrði ekki við komið fyrir austan ána.

Það munu nú allir skilja, hve tilfinnanlegt þetta er fyrir alla sem austan Bangár búa, þegar þeir verða að flytja vörur frá Eyrarbakka eða úr Reykjarvík fyrir alt að þrjá aura á hvert pund, að fá þær svo í þokkabót meir eða minna skemdar í Rangá. Og þó að nú þessi, brú gangi eigi fram á, þessu þingi, þá hlýtur hún þó að ganga fram næst, og kemur þá að eins til álíta og samanburðar vaxtatap landssjóða af brúarverðinu þangað til, á aðra hlið, og tap héraðsbúa á hina. Og öllum getur skilist, að ekki muni það vera svo lítið, þar sem Fljótahlíðar- og Hvolhrepps-búar sækja alt þessa leiðina, og Landeyjarnar allmikið, þótt þeir dragi megnið að sér utan úr Vestmannaeyjum. Það má líka nærri geta, hve örðugar samgöngurnar því og verða að vetrinum að ýmsu öðru leyti sem er þeim mun tilfinnanlegra, þar sem áin rennur um mitt læknishéraðið.

Eg get skotið máli mínu um nauðsyn þessara brúagerða til háttv. þm. Vestm. (J. M.), því hann mun vera sá eini fyrir utan okkur flutn.m. sem veit gerla, hvernig áin er nú. Hann fór austur fyrir þing og sá þá gerla, hvílíkur farartálmi hún er, enda þótt þá væru ekki rigningar.

Kostnaðurinn við þessa brúargerð á að Verða 18 þús. kr., eftir áliti verkfræðings, sem kvaðst hafa gert áætlun um hann fyrir nokkkrum árum. En þó get eg jafn vel trúað því, að brúin verði ódýrari þegar til kemur, þó að hann hafi ekki þorað að áætla kostnaðinn lægri. Þannig reyndist þegar Ytri Rangá var brúuð, að það var hægt að brúa Hróarslæk með afganginum og að nokkru leyti líka Steinslæk. Þetta stafaði einna mest af því, að héraðsbúar létu sér svo ant um að flutningar á efni yrðu. svo ódýrir sem unt var, og má segja þeim það til hróss. Þeir fluttu pundið fyrir 3/4–1 eyri, og sennilega mundu þeir enn greiða sem bezt fyrir flutningunum, svo að verkið verði svo ódýrt sem unt er. Um þessa breyt.till. hefir háttv. fjárlaganefnd látið í ljósi, að hún sé henni fylgjandi og vænti eg því að hv. deild verði yfir höfuð sömu skoðunar og líti á, hver nauðsyn er á þessu verki. Þess er ekki langt að bíða, að það verður að gerast, hvort sem er, en hins vegar mikið í húfi að fresta, þegar ekki er hægt að komast leiðar sinnar án þess að skemma allan varninginn, sem yfir ána þarf að flytja, meira eða minna.

Um brýrnar á Jökulsá og Eyjafjarðará skal eg taka það fram, að eg er því ekki fullkunnugur, hver meiri hefir réttinn á sér með tilliti til umferða. Eg hefi aldrei farið yfir þær ár. En allir vita það, þótt ekki hafi beinlinis reynt það sjálfir, að Jökulsá er ákaflega hættulegt vatnsfall. Hún hefir margan drepið, og á sjálfsagt eftir að drepa marga enn þá, ef hún verður óbrúuð. Og það er mér kunnugt að ákaflega mikill þröskuldur getur hún verið í vegi fyrir fjárrekstrum Skaftfellinga suður. Að minsta kosti reyndist hún þeim svo í — fyrra haust. Þeir urðu að bíða við hana mjög marga daga sér til ómetanlegs tjóns. Enn fremur er á það að lita, að áin er á póstleið og á leið allra Skaftfellinga, er suður til Reykjavíkur fara, auk þess sem allur Austur-Eyjafjallahreppur og talsvert af Vestur-Eyjafjallahreppi sækir nú verzlun sína ytri hana austur í Vík. En aðallega er eg þó meðmæltur þessari brú og legg áherzlu á hana, af því að gert er. ráð fyrir henni með sérstöku lagaboði. Mér finst að þingið verði að standa við það sem það hefir gert, og það hefir nú einu sinni mælt svo fyrir. að Jökulsá skuli brúa. Og þess vegna verður það sem heiðarlegt þing að standa við orð. Eg get að vísu ímyndað mér að brúarstæðið sé vont, en ekki ætti það þó að vera frágangssök að brúa ána þess vegna. Verkfræðingi hefir einu sinni sýnzt það tiltækilegt að brúa ána, þegar hann gerði áætlun um kostnað við það. því ef svo hefði ekki verið, þá hefði hann heldur ekki átt að vera að eyða tíma og fyrirhöfn í að gera slíka áætlun og gefa mönnum þar með tálvonir um það, sem aldrei gæti komið til að rætast. Eg tel það því víst, að þegar verkfræðingurinn samdi áætlunina, hafi hann talið brúargerðina tiltækilega. Og hafi hún verið tiltækileg þá, þá er hún það líka enn og þess vegna vona eg að tillaga fjárlaganefndarinnar. sem hér að lýtur, nái samþ. háttv. deildar.