16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1308 í C-deild Alþingistíðinda. (981)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Björn Kristjánsson:

Eg á hér dálitla breyt.till. á þgskj. 388 um brú á Bleikdalsá á Kjalarnesi. Yfir hana liggur þjóðvegur og póstvegur og það hefir staðið til fyrir löngu að brúa, hana. Landsverkfræðingur gerði áætlun um það árið 1909, hvað brúin mundi kosta, og segir svo í bréfi frá honum, að járnbrú mundi kosta 3900 kr., en munnlega hefir hann tjáð mér, að steypt steinbrú mundi kosta annað eins. Eg bar fram tillögu um þetta á þingi 1909, en þá var ekki unt að fá þetta vegna fjárveitinga til annara hluta sýslunnar, þar sem brýnust var þörfin. Nú er þetta eina fjárbeiðnin úr Kjósarsýslu, og væri því sanngjarnt að veita hana. Auk þess liggur leið læknisins yfir þessa á, og héraðið varð flestum eða öllum héruðum ver úti í læknaskipunarlögunum, er þeim var breytt siðast, þá tekið af þeim læknishéraðið, og verða því að sækja lækni yfir þessa á og fleiri ár suður í Hafnarfjörð. Áin getur orðið bráðófær, því að hún er mjög straumhörð, og síðast í vetur lá manni við slysi í henni, þótt á hann slæddist upp á endanum. Það væri því meiri ástæða til þess að sþ. þetta, þar sem það hefir verið felt hér í deildinni að létta af þessari sýslu viðhaldsskyldunni Á veginum héðan suður í Hafnarfjörð, sem er þó sannkallaður »almenningur« því menn frá öllum landshornum fara um þann veg og mikið af útlendingum. Skal eg svo ekki orðlengja þetta meira, heldur reyna að vera stuttorður, eins og eg er vanur.

Um hinar breyt.till. okkar hefir hv. samþingismaður minn talað. Út af því vil ég benda á það, að stefna þingsins setti að vera sú, að láta þá sitja fyrir að fá vegi, hvað sem vegalögunum líður, sem eitthvað leggja fram til þeirra. Sumir fá þá nú án þess, og það þyrfti að breyta þessu þannig, að öll sýslufélög legðu eitthvað til.

Eg vona nú að háttv. deild líti á þessar þarfir, því að þá minka fjárbeiðslur úr þessum héruðum að sinni.