16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1310 í C-deild Alþingistíðinda. (983)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Jón Magnússon:

Háttv. 2. þm. Rang. (E. P.) skírskotaði til min um nauðsynina á brúargerð á Eystri-Rangá. Eg get eftir eigin raun staðfest, að ekki hefir verið ofsögum sagt af þeirri nauðsyn. Áin má heita algerlega ófær fyrir vagnflutning, því að eg kalla það ófært þegar í hvert skifti sem farið er með flutning yfir ána á vagni, þá hlýtur hann að skemmast, ef hann á annað borð getur skemst. Eg álít brúargerðina svo nauðsynlega, að hún megi alls ekki dragast, og þess vegna mælti eg með því, að féð sem farið er fram á verði veitt. Eg ímynda mér að flestum háttv. deildarmönnum sé kunnug leiðin hér austur, svo að þeir víti, hvílíkt nauðsynjamál er að hún teppist ekki, vegna innar afarmiklu umferðar sem þar er.