16.08.1913
Neðri deild: 36. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1324 í C-deild Alþingistíðinda. (989)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Benedikt Sveinsson:

Eg ætla að taka aftur brtill. mína nr. 44 á atkvæðaskránni, um að ryðja akfæran veg frá Kópaskersvogi inn að Jökulsárbrú í Öxarfirði. Aftur á móti tek eg ekki aftur tillöguna um að fullgera færan reiðveg yfir Flöguflóa í Þistilfirði. Upphæðin er svo lítil, að eins 500 kr., sem til þess þarf. Það liggur íhlutar ins eðli, að þann veg þarf að fullgera, úr því að byrjað hefir verið á honum.

Eg get ekki annað en tekið í sama strenginn sem háttv. þm. Ak. (M. Kr.) um vitana. Mér sýnist, að ekki sé hyggilegt að reisa vitann á Ingólfshöfða. Meðallandstangavitann ætti að reisa í staðinn. Eg hefi talað við marga skipstjóra og segja þeir allir, að þar sé lang hættulegast eina og dæmin sýna líka, þar sem skipin eru alt af að stranda þar. Það er ekki til neins að bera þann vita saman við Ingólfshöfðavitann, því að hans þarf hvort sem er.

Annars finst mér kostnaðurinn við stjórn vitamálanna orðinn nokkuð mikill. Umsjónarmaður vitanna og aðstoðarmaður hans éta upp meira en laun 17 vitavarða nemur.