18.08.1913
Neðri deild: 37. fundur, 24. löggjafarþing.
Sjá dálk 1365 í C-deild Alþingistíðinda. (999)

1. mál, fjárlög 1914 og 1915

Stefán Stefánsson:

Eg hefi leyft mér að bera fram litla breytingartillögu á þgskj. 397 Við þann kafla fjárlaganna, sem nú er til umræðu. Fer hún fram á að Kristínu Jónsdóttur verði veittar 400 kr. hvort árið til þess að lúka námi við listaháskólann Kaupmannahöfn. Þessi kvenmaður sendi beiðni um lítinn styrk til þingsins 1911. Var sú tillaga flutt í efri deild og þar samþykt, en neðri deild sýndi henni ekki þú, viðurkenningu að samþykkja styrkinn. Þrátt fyrir það hefir hún haldið áfram náminu bæði þessi ár fjárhagstímabilsins. Fyrst var hún í 2 ár í teikniskóla í Kaupmannahöfn, sem er til undirbúnings undir nám á listaskólanum, og siðan hefir hún verið 2 ár á listaháskólauum. Aðstandendur hennar hafa nú varið 2000 kr. til þess að kosta hana erlendis, sem þó engan veginn eru miklum efnum búnir, og. þar sem hún a nú eftir 2 ár til þess að verða fullnuma, er sjálf félaus og ástæðurnar að öðru leyti þær sem eg hefi frá skýrt, því er sjáanlegt, hve afar óhægt hún á nú aðstöðu. En til marks um það, hve vel Kristín er gefin í þessa stefnu, er það, að af 60 manna, sem í raun og veru stóðu jafnt að vígi og hún, var hún ein af þremur, sem komust upp í efstu deild eða málaradeild háskólans og hlaut að eg meina hæstu einkunn. Þetta sýnir, hversu hún er framúrakarandi vei gefin að þessu leyti. Hún sótti nú um 600 kr. styrk hvort árið og hefir sú málaleitun legið fyrir háttv. fjárlaganefnd. En nefndin hefir ekki séð sér fært að taka bana til greina, jafnvel þó að eg viti, að sumum af nefndarmönnunum stóð mjög nærri að vilja sinna beiðninni að meira eða minna leyti, en sem sagt, það hefir nú ekki getað orðið ofan á. Og þess vegna hefi eg leyft mér að bera fram tillögu um, að þessum kvenmanni verði veittar 400 kr. hvort árið. Hingað til hafa aðstandendur hennar kostað hana til námsins. En nú stendur svo á, að bróðir hennar, sem hefir haft beztar kringumstæður á að kosta hana, enda lagt þar mest af mörkum, lagðist veikur í vetur og hefir legið lengi fram eftir sumri og getur þess vegna að líkindum ekki styrkt hana framvegis.

Tveir kennarar hennar hafa gefið henni sérlega góð meðmæli og ef háttv. þingmenn hefðu kynt sér þau, þá akil eg ekki í öðru en að þeir hefðu jafnvel talið það skyldu þingsins að hlaupa hér undir bagga. Eg skal jafnframt geta þess, að það var einmitt þessi kvenmaður, sem fengin var til þess að gera skrautmyndirnar á ávarpið, sem 200 menn í Eyjafirði sendu Þórarni Tulinius sem viðurkenningu fyrir góða framgöngu í samgöngumálunum hér við land Eftirmyndir af þessum teikningum eru í Eimreiðinni þetta ár, sem liggur fyrir framan mig hér á borðinu, og geta menn fengið að líta á þær. Þó að það sé reyndar talsvert hjáleitt eða óverulegt hjá frumteikningunni, þá gefur það vísbendingu um, hversu mikið listaverk þetta er, og það af nemanda, sem enn á eftir 2 ár til þess að verða fullnuma.

Eg get búist við að ritstjóri Eimreiðarinnar, háttv. þm. Sfjk. (V. G.), hafi átt kost á að sjá þetta verk, en honum farast svo orð um í Eimreiðinni, ef háttv. forseti vill leyfa að lesa það upp:

»Listaskraut þess (þ. e. ávarpsins) alt hefir gert ung listakona íslenzk Kristín Jónsdóttir frá Arnarnesi, sem stundar málaralist við listaháskólann í Kaupmannahöfn, og hefir hún mikinn sóma af, hve prýðilega hún hefir leyst það af hendi«.

Það eru sárfáar listakonur, sem við eigum. Minnist eg eigi að komið hafi fram samskonar styrkbeiðni í þessum fjárlögum og vona því að háttv. þm. kasti ekki frá sér styrkbeiðni þessari, mér liggur við að segja frá inni einu listakonu, sem við eigum. (Lárus H. Bjarnason: Þær eru tvær). Þótt svo kunni að vera, þá hefi eg að minsta kosti ekki séð neitt eftir hina, sem geti komist í nokkurn samjöfnuð við það, sem Kristín hefir gert og er hér til sýnis.

Eg skal svo ekki fjölyrða um þetta mál. Menn vita, hvers verið er að biðja, og eg vona að beiðninni verði vel tekið.