01.07.1914
Efri deild: 1. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 6 í B-deild Alþingistíðinda. (1)

Deildarsetning efri deildar

Aldursforseti (Júlíus Havsteen); Jeg hefi móttekið skjal þannig hljóðandi1):

Jeg skal geta þess, að eins og menn heyrðu, kvaddi hæstvirtur ráðherra mig til þess að stjórna kosningu á forseta deildarinnar. Jeg verð því að líta svo á, að jeg hafi ekki vald til að fresta þeirri kosningu á mitt eindæmi, og get ekki sjeð hvað unnið væri við það. Það má gjarnan kjósa mennina, sem eru ókomnir, þótt þeir sjeu ekki viðstaddir. Það hefir eigi verið frestað fundi áður undir sömu kringumstæðum einu sinni þegar Guðjón Guðlaugsson var ókominn í þingbyrjun. Jeg hefi sjálfur ekki vald til þess að fresta fundi, en jeg veit ekki, hvað deildin vill gera og þá með samþykki hæstv. ráðh., því að það á að setja þingið og „konstituera“ það í dag samkvæmt bréfi konungs.

1) Skjal þetta hefir glatast, en innihald þess gekk út á það, að fresta fundi til næsta dags af þeirri ástæðu, sem tekin er fram í ræðu 5. kgk. þm. [Aths. aldursforseta).