21.07.1914
Neðri deild: 17. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1043 í B-deild Alþingistíðinda. (1029)

9. mál, markalög

Flutningsm. (Jóhann Eyjólfsson):

Eg hefi litlu við að bæta. Þær ástæður, sem háttv. 1. þm. Húnv. (G. H.) sagðist hafa komið fram með, hafði eg aldrei heyrt. En það er sama. Eg kalla þessar ástæður hans ekki ástæður móti málinu, heldur móti framkvæmd málsins, og er það sitt hvað.

Háttvirtur þingmaður hyggur, að það muni verða erfitt, að koma á markabreytingunni í byrjun. En það sýnir, að hann hefir ekki lesið frumvarpið nægilega vel, því að þar er greinilega sýnt fram á, hvernig það eigi að gerast. — Málið mun sigra á sínum tíma, þótt framkvæmd þess sé örðug nú í bili. —