04.07.1914
Neðri deild: 3. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 143 í B-deild Alþingistíðinda. (103)

91. mál, strandgæsla

Ráðherra (H. H.):

Þetta frumv. er borið fram til tryggingar því, að það fé, sem veitt er til sandgræðslu komi að tilætluðum notum. Það hefir sýnt sig að undanförnu, að á því er full þörf. Frumv. er samið í samráði við sandgræðslustjórann, sem er skógræktarstjórinn, og við Búnaðarfélag Íslands. Búnaðarfélagið hefir haft málið til rækilegrar íhugunar og fallist á, að þörf væri á slíkum lögum.

Aðalnýmælið er um fjárframlög sveita og sýslusjóða. Gerir frv. ráð fyrir því, að þeir sem ríflegar leggja af mörkum sitji að öðru jöfnu fyrir því, að unnið verði að sandgræðslu í landi þeirra.

Að öðru leyti er frv. ekki svo margbrotið, að athugasemda þurfi við, og nægir að skírskota til þeirra athugasemda, sem prentaðar eru aftan við frv.