20.07.1914
Neðri deild: 16. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1068 í B-deild Alþingistíðinda. (1073)

74. mál, land til stækkunar á kirkjugarðinum í Reykjavík

Jón Jónsson:

Eg vildi skjóta því til væntanlegrar nefndar, hvort ekki mundi rétt að búa til ný lög, sem skylduðu Reykjavíkurbúa til þess, að borga legkaup. Það lítur út fyrir, að þetta ætli að verða talsverður baggi á landssjóð, og væri ekki ósanngjarnt, að eitthvað kæmi í staðinn. Líka ber að athuga það, ef garðurinn verður hafður langt frá bænum, þá verður bæjarmönnum mikið dýrara að grafa. Gæti þá komið til álita, hvort ekki væri réttara, að hafa garðinn nálægt eða í bænum, en skylda alla til þess, að greiða legkaup.