20.07.1914
Neðri deild: 16. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1069 í B-deild Alþingistíðinda. (1076)

74. mál, land til stækkunar á kirkjugarðinum í Reykjavík

Jón Magnússon:

Þetta er alt athugavert, og eg býst við, að skipuð verði nefnd í málið, sem getur tekið það til íhugunar meðal annars, hvort ekki gæti verið skynsamlegt að koma hér á líkbrenslu. Mér finst ekki ástæða til að deila um málið að svo komnu, en skyldan til þess, að ráða fram úr þessu máli, er auðsæ, og þingið verður að gera það. Eg fyrir mitt leyti legg enga áherzlu á það, að garðurinn sé stækkaður þarna, en hins vegar býst eg ekki við miklum sparnaði af því, þótt farið yrði að hafa hann annarsstaðar. Vandræðin eru þau, hve langur tími líður frá því, að grafið er í einum hluta garðsins og þangað til fara má að grafa í þeim sama hluta hans aftur. Sá tími virðist vera margfalt lengri hér, en víða annarsstaðar gerist. Þetta gæti orðið til þess, að líkbrensla kæmist hér fljótar á en annarsataðar, og það álít eg heppilegt.

Eg vona, að málinu verði vísað til 2. umr., og að í það verði skipuð 5 manna nefnd.