21.07.1914
Neðri deild: 17. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1106 í B-deild Alþingistíðinda. (1102)

28. mál, fækkun sýslumannsembæta

Jón Jónsson:

Umræður hafa nú orðið talsvert langar og hafa aðallega snúist um tillögu okkar. Það hefir komið fram í umræðunum, að talsverðir erfiðleikar muni vera á að koma því í framkvæmd, sem við leggjum til í tillögu okkar. En það, sem aðallega kom okkur til að flytja hana, var sú hugsun, að þetta fyrirkomulag gæti ef til vill haft aukinn sparnað í för með sér. Sama hygg eg, að fyrir landsmönnum hafi vakað. Ýmsir ræðumenn hafa nú vakið athygli á mörgum atriðum stjórninni til leiðbeiningar og kann eg þeim þakkir fyrir það. Annars held eg, að það hafi verið misráðið að setja þetta mál ekki í nefnd. Hún hefði getað komið með ábyggilegar upplýsingar stjórninni til stuðnings, því að þótt það sé auðvitað mikils um vert að heyra athugasemdir háttv. þm., þá geta þær vitanlega aldrei haft það heildarsnið, að það komi að eins miklu gagni og skýrt nefndarálit. En héðan af býst eg nú ekki við, að málið geti komist til nefndar.

Eg skal játa, að eg er ekki því vaxinn að stinga upp á öllum þeim breytingum, sem þyrfti og að haldi gæti komið. Þó vildi eg drepa á einstök atriði, sem eg held að gæti skýrt málið. Mér hafði dottið hið sama í hug og hv. 2. þm. S.-M. (G. E.) að það mætti fela einum manni í hverri sýslu til þessa, þannig að eftirlitið yrði traust og ábyggilegt. Eg hafði haldið, að það mundi nægja að launa hann með þeim procentum, sem sýslumenn fá nú fyrir innheimtu sína. Það er allmikil upphæð og virðist vera sómasamleg borgun.

Viðvíkjandi sveitastjórninni hafði mér dottið í hug, að sýslunefnd kysi sjálf oddvita sinn, er hefði reikningshald sýslunnar á hendi og tæki á móti menjulegum skýrslum og skjölum frá hreppsnefndaroddvitum. Mætti launa honum úr sýslusjóði á sama átt og bæjarsjóður launar oddvita sinn.

Hvað málaflutning snertir, þá held eg, að tiltækilegt væri að veita sáttanefnd meira úrskurðarvald en nú á sér stað. Auðvitað mætti skjóta úrskurðum hennar til fjórðungsdómara, en vald mætti vera fyllra. Eftir núgildandi lögum frá 11. júlí 1911 hefir sáttanefnd því aðeins úrskurðarvald, að um skuldakröfu sé að ræða, sem nemi ekki meira en 50 krónum og að varnaraðili játi að krafan sé rétt.

Líka mætti auka valdsvið hreppstjóra, þannig að þeir héldi öll uppboð, gæti annast yfirfjárráðamensku og skift dánarbúum. Eg býst við, að skiftin mundi ganga greiðara en nú á sér oft stað. Það kemur æði oft fyrir, að skiftin dragast svo lengi, að hreint úr hófi keyrir, enda er við því að búast, þar sem sýslumenn hafa í svo mörgu öðru að snúast.

Háttv. 2. þm. Árn. (E. A.) talaði mjög skýrt um þetta mál og komst að þeirri niðurstöðu, að það væri aðeins til málamynda að vísa því til stjórnarinnar — hún hefði engin tök á að ráða fram úr því upp á eigin spýtur. Það er nú kannske hætt við, að stjórnin geti þetta ekki til fulls, en þó er eg hræddu um, að háttv. þm. hafi gert nokkuð mikið úr torfærunum í þessu efni.

Eg játa það, að það getur verið nokkuð fyrirhafnarmikið að koma þessu fyrirkomulagi á, en þó held eg, að það geti gengið, ef hyggilega er að farið og þá býst eg við, að það verði bæði til peningasparnaðar og til þess, að oss verði betur stjórnað eftir sem áður. Auðvitað skiftir það miklu máli, að góðir ábyggilegir menn veljist til þessara umboðsstarfa, en því held eg, að stjórninni ætti ekki að verða skotaskuld úr. Eg þekki marga leikmenn, sem eg er fullviss að mundu vera færir að gegna sýslumannsstörfum í þessu efni og fyrst þeir eru til í sumum héruðum, því skyldi þeir þá ekki vera það í öðrum?

Það gleður mig, að ræðumenn hafa engir haft á móti því, að þessi breyt.till. nái fram að ganga. Og verði hún samþykt, þá gerir hún það að verkum, að í Danmörku, þá hlýtur hann að hafa tekið herinn þar með í reikninginn. En það má óhætt fullyrða, að með því að telja eins hér og þar, þá verða embættislaunin hálfu meiri þar en hér og eftirlaunin þreföld. Blöð vor sýna það, að alþýðan hér fer vill vegar í þessu, en hér í deildinni ætti menn að vita betur. Nú í endalok vertíðar ætla eg að segja það, að eg gleðst af því, að þessar löngu umræður hafa sýnt og sannað það eitt, að tillaga mín sé mjög góð. Væri hún samþykt má reiðanlega fækka að minsta kosti 2 embættum og spara um 5000 kr.

Um breyt. till. er það að segja, að eg hefi í sjálfu sér ekkert á móti henni, en tel hana verri og vafasamt, að komi að nokkru gagni. Satt að segja datt mér einmitt hún fyrst í hug, og hún hefir ýmsar góðar hliðar. Hv. ráðh. hefir sýnt það, er hann tók við völdum 1903, að hann er þeirri skoðun hlyntur, sem í henni felst. En þótt hann hafi nú setið tvisvar í ráðh.sessi eftir 1903, þá hefir hann ekki hreyft því máli, og sýnir það, að honum hefir fundist það erfitt viðfangs.

Dr. Valtýr Guðmundsson hefir einnig hreyft þessu oftar en einusinni, en aldrei hefir þó neitt orðið úr því. Margoft hefir verið á þetta minst, bæði í blöðum og á þingi. Eg hefi líka reynt að velta því fyrir mér, og þótt eg sé því ef til vill ekki vel vaxinn að dæma um það, þá verð eg að taka undir það, sem hv. 1. þm. S-Múl. sagði í sinni löngu ræðu um erfiðleika á þeirri tilhögun og tvísýnan sparnað. Eg legg þessvegna ekki mikið upp úr þessari óhjákvæmilegt, hvað sem frekari breytingum líður, að athuga hvaða embætti má afnema að skaðlausu.

Eina mótbáran móti þessu, sem nokkurs er virði, þótt lítið sé, er sú, að sparnaðurinn verði svo lítill, að það borgi sig ekki að eiga við þetta. Þótt ekki væri unnið við samsteypuna nema' svo sem 4500–5000 kr. á ári, þá sýndi það þegar, að tillagan væri réttmæt.

Laun fastra starfsmanna má skoða sem vexti af höfuðstól, og þá svöruðu þessir vextir til 100 þús. kr. höfuðstóls, eða því sem næst. Eg skil ekki í öðru, en að hv. deild kannist við það, að þetta er ekki einskis virði, og þegar vér þurfum sí og æ að vera að bæta við oss nýjum starfsmönnum, þá er full þörf að kippa burtu þeim af hinum gömlu, sem missast mega.

Eg sé, að hér eru nú svo fáir inni í deildinni, að atkv.gr. hefir ekki fulla þýðingu. En eg hefi þá skoðun enn, að ef mín tillaga verður samþykt, þá verði góður árangur af því, og þótt eg sé ekki á móti því, að hin till. verði sþ., þá, efast eg um, að hún komi að nokkru gagni.