18.07.1914
Neðri deild: 15. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1127 í B-deild Alþingistíðinda. (1117)

46. mál, ráðstafanir gegn útlendingum vegna íslenskrar landhelgi

Matthías Ólafsson:

Eg gæti sparað mér að standa upp, því að hv. 1. þm. Rvíkur (Sv. B.) hefir tekið flest fram af því, sem eg ætlaði mér að drepa á.

Hv. þm. Akureyrar tók það fram, að sjávarútvegsnefndin í fyrra hefði haft þetta mál til meðferðar, og var þá spurst fyrir um þetta til stjórnarinnar, og kom þá það svar, að þessu væri ekki hægt að breyta.

Það er ekki einungis, að nú megi flytja héðan fisk, án þess að greiða nokkur gjöld af þeirri atvinnu, heldur má líka beinlínis selja fisk hér við land, án þess að greiða neitt fyrir þá verzlun. Það væri ekki svo lítið unnið, ef hægt væri að kippa þessu í gott lag, og auðvitað munu Frakkar vera tregir til samninga, og Danir smáir til að vernda rétt vorn út á við, en þó er það ekki alveg útilokað, að hægt verði að ráða bót á þessu áatandi, sem nú er.