25.07.1914
Neðri deild: 21. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1140 í B-deild Alþingistíðinda. (1132)

81. mál, skoðun á útfluttri ull

Björn Hallsson:

Það var aðeins örstutt athugasemd. Háttvirtur þingm. Dal. (B. J.) skaut því til vor flutn.m., því vér hefðum ekki borið þetta mál fram hér á þingi í frumvarpsformi. Háttv. 1. þm. Rang. (E. J.), svaraði þessu að nokkru en ekki öllu leyti. Auk þess, sem vér vildum heldur láta bændur út um land kynna sér málið fyrst, þá áleit herra Sigurgeir Einarsson, að réttara væri, að bændur lærði að hagnýta sér þvottaefni þau, sem hann hefir nú útvegað til ullarþvotta. Honum þótti því réttara að láta það dragast eitt ár eða svo ennþá, þar sem vænta mætti, að ullarverkunin yrði auðveldari, þegar búið væri að útbreiða notkun þessara þvottaefna og þá ætti að koma ullarmatinu á.