05.08.1914
Neðri deild: 35. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 1153 í B-deild Alþingistíðinda. (1152)

105. mál, baðefni

Ráðherra (S. E.):

Það er aðeins örstutt athugasemd. — Eg skal játa það, að mér er ókunnug um, hvað gjört hefir verið f þessu máli af stjórnarinnar hálfu, áður en eg tók við. En mér skilst, að það sé athugavert fyrir þingið, sem ekki hefir kost á að rannsaka gæði baðlyfjanna, að taka ákvörðun um, hvaða baðlyf skuli brúka.

Eg hygg, að það hafi verið meiningin með lögunum frá því í fyrra, að fela stjórninni að velja baðlyfin af því, að hún hefði betri tök á að kynna sér kosti þeirra en aðrir, þar sem hún gæti notið aðstoðar dýralæknis o. s. frv.

Eg vildi nú skjóta því til hv. deildar, hvort ekki mundi nægja að fela stjórninni að láta athuga þessi baðlyf, og hvort hún muni eigi taka gilda yfirlýsingu mína um það, að þessi baðlyf skuli leyfð, ef þau reynast góð.

Það skiftir auðvitað mestu að notuð sé þau ein lyf, sem trygging er fengin um, að sé góð, en sú trygging fæst með því, að láta sérfróða menn skera úr því.