07.08.1914
Efri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 11 í B-deild Alþingistíðinda. (1273)

116. mál, skrásetning skipa

Framsögumaður (Karl Finnbogason):

Þetta mál þarfnast ekki langrar framsögu. Væntanlega verður gengið svo frá fánamálinu á þessu þingi, að við fáum okkar eigin fána á þessu ári. Jeg segi væntanlega, og ég vona, að svo verði. En þá er þessi breyting, nauðsynleg, því að annars er það leyft í einum lögum, sem bannað er í öðrum. Sú breyting, sem hjer er farið fram á, setur skrásetningarlögin í samræmi við konungsúrskurðinn um íslenska fánann.