11.07.1914
Efri deild: 5. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 14 í B-deild Alþingistíðinda. (1281)

30. mál, siglingalög

Ráðherra (Hannes Hafstein) :

Jeg get verið samdóma hinni háttvirtu nefnd um breytingar þær, er hún leggur til að gerðar verði á frumvarpinu. En jeg get ekki sjeð að þær sjeu annað en orðabreytingar; jeg get ekki sjeð að þær sjeu efnisbreytingar að neinu leyti eða setji frumvarpið í nánara samræmi við ákvæði samningsins í Brüssel. 6 fyrstu br. till. nefndarinna eru allar um eitt og hið sama, að nota orðin : „hinir seku“ í staðinn fyrir „hin seku skip“, sem stóð í frumv., og má vel vera að orðalag það, sem nefndin vill hafa, fari fult eins vel. Um 7. og síðustu br. till. nefndarinnar, að setja „árekstur“ í staðinn fyrir „tjón af árekstri“ er sama að segja. Jeg sje ekki betur en það komi út á eitt. Annars er jeg þakklátur hv. nefnd fyrir ummæli hennar um undirbúning frumvarpsins og meðmæli hennar með því, og vona jeg að það nái fram að ganga.