05.08.1914
Efri deild: 32. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 55 í B-deild Alþingistíðinda. (1349)

89. mál, friðun héra

Júlíus Havsteen:

Háttv. þm. Strand. (M. P.) sagði, að hjer væri enginn maður hjerafróður. Jeg er að vísu enginn hjerafræðingur, en jeg hefi, svo sem jeg áður hef drepið á, dvalið 20 ár í Danmörku og aldrei heyrt talað um þennan mikla skaða, er staðið geti af hjerunum. Jeg vona því, að málið fái að fara gegnum deildina. Það getur ekki gjört neinn skaða, en heldur orðið að gagni.