07.08.1914
Efri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 76 í B-deild Alþingistíðinda. (1366)

91. mál, strandgæsla

Karl Einarsson :

Jeg vil ekki segja eins og sá hv. þm. (J. H.), sem nú settist niður, sagði áðan, að hann ætlaði ekki að koma með neina brtt. Jeg ætla einmitt að koma með brtt. til 3. umr. um það, að skógræktarstjóranum sje falin þessi umsjón sandgræðslunnar. Jeg tel rangt að leggja hana undir Búnaðarfjelagið; það hefir enga menn, sem þekking hafa á þessu efni, en hinsvegar hefir skógræktarstjórinn talsverða æfingu í þessu og getur engu síður hagnýtt sjer þekking og reynslu bænda en Búnaðarfjelagið og ráðunautar þess og þjónustumenn. Jeg veit, að hefting sandfoks er honum hið mesta kappsmál, ekki síður en skógræktin og ræktun landsins yfirleitt.