08.08.1914
Efri deild: 35. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 81 í B-deild Alþingistíðinda. (1372)

91. mál, strandgæsla

Júlíus Havsteen:

Jeg hefi ekki sannfærst af því, sem sagt hefir verið, um það, að rjett sje að fá Búnaðarfjelagi Íslands sandgræðsluna í hendur, eins og nú er ástatt. Jeg hefi minst á það við formann Búnaðarfjelagsins, og vissi hann ekkert um það. Það yrði þá að hafa í þjónustu sinni menn, er kynnu eitthvað að sandgræðslu, en því er ekki að heilsa. Það er nógu snemt að gjöra þessa breyting, þá er það hefir fengið sjer hæfa menn til starfsins, og hefir fengið „autorisation“. Jeg held, að rjettast sje að lofa málinu að bíða að þessu sinni. Annars er frv. gott að efninu til, enda er það samið af skógræktarstjóranum, sem hefir vel vit á sandgræðslu.