29.07.1914
Efri deild: 21. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 135 í B-deild Alþingistíðinda. (1442)

4. mál, mæling og skrásetning lóða

Júlíus Havsteen:

Það er undarlegt, að bæjarstjórnin skuli ekki hafa orðið þess vísari, ef einstakir menn hafa skift lóðum sínum. Slíkt á ekki að eiga sjer stað án vitundar bæjarstjórnar.

Það er ein grein í þessu frumvarpi, sem jeg get ekki felt mig við. Það er 11. gr., sem nefndin hefir lagt til að verði breytt. Þar stendur: „er afsal þá eigi gilt nema lóðaskrárritari hafi ritað vottorð sitt á það um það, að eigandaskiftanna sje getið í lóðaskrárbók“. En þetta er óþarft, því að þetta stendur í afsals- og veðmálabókunum, og þar er sá rjetti staður fyrir það, því að þegar búið er að þinglýsa, hefir afsalið átt sjer stað, fyr ekki. Jeg veit ekki hvers vegna þarf að fara að setja nýjar reglur, þegar til eru gamlar, sem hafa haldist um langan aldur.

Jeg held að það sje rjettast, að greinin sje feld.