29.07.1914
Efri deild: 21. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 136 í B-deild Alþingistíðinda. (1444)

4. mál, mæling og skrásetning lóða

Karl Einarsson :

Það er aðeins eitt atriði, sem jeg vildi taka fram til skýringar. Mjer skildist, að háttv. 1. kgk. (J. H.) hjeldi að það væri skilyrði fyrir afsali, að lóðaskrárritari ritaði vottorð sitt á afsalið. En það er ekki meiningin. Eins og frumv. var, þegar það kom frá neðri deild, var þetta svo, en nefndin vildi lagfæra það og hefir komið með breytingartillögu í því skyni við 11. gr., og verði sú breyting samþykt, er tilkynning til lóðaskrárritarana að eins skilyrði fyrir því, að afsalið verði þinglesið.

Það getur verið vafamál, hvort rjett er að heimta skrásetningargjald, og væri ef til vill rjett að fella það gjald niður, en nefndin hefir ekki komið með, brtt. í þá átt.