27.07.1914
Efri deild: 19. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 141 í B-deild Alþingistíðinda. (1457)

16. mál, beitutekja

Hákon Kristófersson:

Háttv. frsm. (S. St.) vildi gjöra lítið úr mótbárum mínum. En jeg hygg, að jeg sje þessu máli fult svo kunnugur sem hann, því að jeg hefi árum saman haft mikið með þetta að gjöra. Jeg játa að þetta 2 króna gjald er rjettlátt, ef plægja þarf af landi. En jeg er ekki viss í, hvernig skilja á 1. gr. Á að gjalda jafnmikið, þótt að eins mastri og seglum og árum sje skotið á land, til hægri verka við beitutekjuna? Mjer finst það mjög ósanngjarnt.

Háttv. þm. (S. St.) sagði, að ábúandi yrði oft fyrir átroðningi af beitutekjumönnum. Það getur satt verið, en jeg tel illa tilfallið, að ætla að sjá hlut hans borgið á þenna hátt. Jeg hefi ekki ætlað mjer að valda deilum um þetta mál. En jeg vil skjóta því til nefndarinnar, hvort hún sje ekki tilleiðanleg til að breyta ákvæðinu um netlógin. Því að þó að það ákvæði kunni að vera gamalt, þá er þó rjett að breyta því, ef þess er þörf. Og víða háttar svo til, að nauðsynlegt er að breyta því.