29.07.1914
Efri deild: 21. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 145 í B-deild Alþingistíðinda. (1464)

16. mál, beitutekja

Hákon Kristófersson:

Mig furðar á því, að háttv. framsm. (S. St.) skuli halda því fram, að ef breytingartillaga mín verði samþykt, þá verði öllum heimilt að taka beitu uppi í fjörugrjóti. En ákvæði veiðitilskipunarinnar verður ekki úr gildi numið, þó að breytingartillaga mín verði samþykt. Jeg vona því að háttv. deild taki henni vel.