30.07.1914
Efri deild: 22. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 146 í B-deild Alþingistíðinda. (1470)

11. mál, eignarnámsheimild vegna mannvirkja undir hafnarbryggju

Framsögum. (Steingrímur Jónsson):

Jeg gjöri ráð fyrir að jeg þurfi ekki að vera langorður. Jeg ætla að það sje öllum ljóst, hve áríðandi það er fyrir eins stórt útgjörðarþorp og Siglufjörð, að fá hafnarbryggju. En til þess að það geti orðið, þarf lög um eignarnámsheimild, eins og hjer er farið fram á. Hafa tvö lík lög áður verið samþykt fyrir Ísafjarðarkaupstað.

Nefndinni blandast ekki hugur um, að rjett sje, að frv. nái fram að ganga nú á þessu þingi. Varúðar vegna hefir henni samt þótt rjettara að koma fram með brtt. við 2. gr. um að yfirmat skuli fara fram, ef annarhvor málsaðili æskir. Í

heimildarlögunum fyrir Ísafjarðarkaupstað, sem þessi lög eru sniðin eftir, er að vísu ekki gjört ráð fyrir slíku yfirmati, en nefndinni þótti rjettara að taka ákvæði um það í þetta frv., því vafasamt er, að menn hefðu rjett á að heimta yfirmat, ef það ekki er beinlínis tekið fram. Vona jeg að hv. deild taki þessari breytingu vel og samþykki hana og lofi frv. að fara leiðar sinnar.