16.08.1914
Efri deild: 34. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 197 í B-deild Alþingistíðinda. (1578)

47. mál, umboðsstjórn Íslands

Steingrímur Jónsson:

Jeg er ekki í vafa um hvernig þetta ákvæði eigi að skiljast. Það á að skiljast eins og háttv. 6. kgk. gat um.

En það eru önnur lög, sem skýra þetta á annan hátt ; það eru eftirlaunalög okkar embættismanna. Þau lög segja, að við eigum eftirlaun fyrir þau ár, sem við höfum verið í embættum, hvort sem við höfum gengt sýslumannsembætti eða öðru embætti; getur því þetta frumvarp, verði það að lögum, eigi haft áhrif á eftirlaunarjett þeirra manna, sem nú eru í embættum, þó þeir verði ráðherrar. En jeg álít það ákvæði, sem felst í frumvarpinu, vera fullkomlega sanngjarnt, því að hvers vegna ætti embættismaðurinn að hafa eftirlaun fyrir þann tíma, sem hann gegnir ráðherraembættinu, þegar aðrir, sem því embætti gegna, hafa engin eftirlaun.