31.07.1914
Efri deild: 24. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 199 í B-deild Alþingistíðinda. (1588)

101. mál, Norðurálfuófriðurinn

Steingrímur Jónsson:

Það er misskilningur, að hjer sje brotið í bág við lögin frá 24. ágúst 1877. Þau lög gjöra einmitt sjálf ráð fyrir undantekningar-tilfellum, þar sem þau ákveða, að lög og tilskipanir skuli öðlast gildi 12 vikum eftir að þau hafi verið birt í Stjórnartíðindunum, „að svo miklu leyti, sem eigi er sagt sjerstaklega fyrir um það í sjálfum lögunum eða tilskipununum, hve nær þau skuli öðlast gildi“. Alveg hið sama átti sjer stað um tollhækkunarlögin 1905. Mjer voru send þau lög sem sýslumanni, til þess að heimta inn tolla samkvæmt þeim, áður en þau voru birt í Stjórnartíðindunum.