10.08.1914
Efri deild: 36. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 204 í B-deild Alþingistíðinda. (1621)

84. mál, hornviti á Grímsey á Steingrímsfirði

Magnús Pjetursson :

Eins og jeg vona að hv. deildarmenn hafi heyrt, sagði jeg ekki, að ómögulegt væri að vitarnir kæmust upp í haust, heldur hitt, að svo gæti farið, að miklir örðugleikar yrðu á að reisa þá.

Út af umtali hv. 3. kgk. þm. (Stgr. J.) skal jeg geta þess, að jeg hygg að stjórnin geti ekki vel veitt fje til þess fyrirtækis, er farið er fram á í frv., ef það er felt. Ef frv. er felt, lítur út eins og þingið banni að veita þessa fjárupphæð.