11.08.1914
Efri deild: 37. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 207 í B-deild Alþingistíðinda. (1633)

83. mál, styrkur fyrir Vífilsstaði

Kristinn Daníelsson:

Jeg get fallist á brtt. hv. 5. kgk. (B. Þ.), ef byggja má á þeirri upplýsingu hans, að hælið geti komist af með þá fjárhæð, sem þar er farið fram á. En hinu vil jeg mæla á móti, að það geti komið til nokkura mála, að hækka meðgjöfina, því að allur þorri sjúklinganna eru fátæklingar. Jeg þekki marga, sem hafa komist á sveitina, af því að þeir þurftu að fara á hælið. Jeg vildi að eins gjöra þessa athugasemd.