11.08.1914
Efri deild: 37. fundur, 25. löggjafarþing.
Sjá dálk 210 í B-deild Alþingistíðinda. (1638)

83. mál, styrkur fyrir Vífilsstaði

Magnús Pjetursson:

Jeg get ekki viðurkent, að það sje rjett, að læknishjálp sje ætið borguð með 50 aurum á dag; venjulega er ekki tekið nema 2 kr. fyrir vikuna, ef ekki er um sjerstakar aðgjörðir eða skiftingar að ræða. Það er hv. 6 kgk. (G. B.) kunnugt, því hann hefir samið við flesta lækna um þá borgun, þegar í hlut eiga þurfalingar. Á Vífilsstöðum er vist líka aukaborgun, ef sjerstakar vökukonur eru hafðar, svo sá samanburður hv. 3. kgk. (Stgr. J.) er alveg rangur.